Rannsóknarnefnd um ÍLS skilar af sér í febrúar Magnús Halldórsson skrifar 11. desember 2012 12:00 Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis. Rannsóknarnefnd um starfsemi Íbúðalánasjóðs stefnir á að skila skýrslu sinni til Alþingis um miðjan febrúar. Forseti Alþingis fundaði með nefndinni í byrjun mánaðarins, en vinna nefndarinnar hefur reynst mun tímafrekari en gert var ráð fyrir þegar henni var komið á fót. Rannsóknarnefnd um starfsemi Íbúðalánasjóðs var komið á fót í júní 2011, og hefur hún verið að störfum síðan. Í henni eiga sæti Sigurður Hallur Stefánsson, fyrrverandi héraðsdómari, sem er formaður nefndarinnar, Kirstín Flygenring hagfræðingur og Jón Þorvaldur Heiðarsson, lektor við viðskiptafræðideild Háskólans á Akureyri. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, fundaði með nefndinni í byrjun mánaðarins þar sem vinna nefndarinnar var til umfjöllunar. Ásta sagði í samtali við fréttastofu í morgun að stefnt sé að því að rannsóknarnefndin um starfsemi Íbúðalánasjóðs skili skýrslu sinni um miðjan febrúar á næsta ári. Íbúðalánasjóður stendur höllum fæti, en frá því fjármálakerfið hrundi í október 2008 hafa stjórnvöld samþykkt að leggja Íbúðalánasjóði til 46 milljarða króna til þess að styrkja eiginfjárgrunn hans. Vandi sjóðsins er þó sagður mun umfangsmeiri, í greiningu sem IFS vann fyrir stjórnvöld, en í henni kemur m.a. fram að 45 prósent lána sjóðsins, upp á ríflega 300 milljarða króna, eru á yfirveðsettum eignum. Þá hefur eftirspurn eftir verðtryggðum lánum sjóðsins minnkað mikið eftir hrunið, en óverðtryggð lán bankanna hafa notið töluvert meiri vinsælda en verðtryggð lán eftir hrunið. Þetta skapar vandamál hjá sjóðnum og eykur ójafnvægi í rekstrinum. Vinna rannsóknarnefndarinnar byggir á þingsályktun frá því í desember 2010 þar sem lagt er upp með að nefndin svari því hvaða þættir í starfsemi sjóðsins hafi farið úrskeiðis og hvaða áhrif einstaka ákvarðanir haft haft á stöðu hans. Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Rannsóknarnefnd um starfsemi Íbúðalánasjóðs stefnir á að skila skýrslu sinni til Alþingis um miðjan febrúar. Forseti Alþingis fundaði með nefndinni í byrjun mánaðarins, en vinna nefndarinnar hefur reynst mun tímafrekari en gert var ráð fyrir þegar henni var komið á fót. Rannsóknarnefnd um starfsemi Íbúðalánasjóðs var komið á fót í júní 2011, og hefur hún verið að störfum síðan. Í henni eiga sæti Sigurður Hallur Stefánsson, fyrrverandi héraðsdómari, sem er formaður nefndarinnar, Kirstín Flygenring hagfræðingur og Jón Þorvaldur Heiðarsson, lektor við viðskiptafræðideild Háskólans á Akureyri. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, fundaði með nefndinni í byrjun mánaðarins þar sem vinna nefndarinnar var til umfjöllunar. Ásta sagði í samtali við fréttastofu í morgun að stefnt sé að því að rannsóknarnefndin um starfsemi Íbúðalánasjóðs skili skýrslu sinni um miðjan febrúar á næsta ári. Íbúðalánasjóður stendur höllum fæti, en frá því fjármálakerfið hrundi í október 2008 hafa stjórnvöld samþykkt að leggja Íbúðalánasjóði til 46 milljarða króna til þess að styrkja eiginfjárgrunn hans. Vandi sjóðsins er þó sagður mun umfangsmeiri, í greiningu sem IFS vann fyrir stjórnvöld, en í henni kemur m.a. fram að 45 prósent lána sjóðsins, upp á ríflega 300 milljarða króna, eru á yfirveðsettum eignum. Þá hefur eftirspurn eftir verðtryggðum lánum sjóðsins minnkað mikið eftir hrunið, en óverðtryggð lán bankanna hafa notið töluvert meiri vinsælda en verðtryggð lán eftir hrunið. Þetta skapar vandamál hjá sjóðnum og eykur ójafnvægi í rekstrinum. Vinna rannsóknarnefndarinnar byggir á þingsályktun frá því í desember 2010 þar sem lagt er upp með að nefndin svari því hvaða þættir í starfsemi sjóðsins hafi farið úrskeiðis og hvaða áhrif einstaka ákvarðanir haft haft á stöðu hans.
Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur