Viðskipti innlent

Heppilegra ef stjórnarmaðurinn hefði vikið af fundi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Friðbert Traustason er stjórnarformaður Lífeyrissjóðs bankamanna.
Friðbert Traustason er stjórnarformaður Lífeyrissjóðs bankamanna.
Stjórn Lífeyrissjóðs bankamanna segir að heppilegra hefði verið að tiltekinn stjórnarmaður hefði vikið af fundi þegar málefni fyrirtækis sem hann var framkvæmdastjóri hjá var tekið til umfjöllunar hjá stjórn sjóðsins. Þetta kemur fram á vef sjóðsins.

Stjórnin segir þetta í tilefni gegnsæisathugunar Fjármálaeftirlitsins, þar sem fram koma, alvarlegar athugasemdir við starfsemi sjóðsins. Meðal annars gerði Fjármálaeftirlitið athugasemd við að Lífeyrissjóður bankamanna hefði hvorki farið eftir eigin starfsreglum né ákvæðum um hæfi stjórnarmanna í lífeyrissjóðalögum og stjórnsýslulögum á tímabilinu 2007-2011. Í nokkrum tilvikum hafi stjórnarmaður setið fundi þar sem tekið var fyrir mál tengt fyrirtæki þar sem hann starfaði sem framkvæmdastjóri.

Stjórn lífeyrissjóðsins segir að þótt betra hefði verið að stjórnarmaðurinn hefði vikið sæti, hljóti hitt að skipta meira máli, að vera stjórnarmannsins hafði engin áhrif á ákvörðun stjórnar og gekk hún raunar þvert á hagsmuni þess fyrirtækis sem stjórnarmaðurinn starfaði hjá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×