Viðskipti innlent

Millifærðu milljarða í skattaskjól rétt fyrir hrun

Nokkrir af ríkustu mönnum Íslands millifærðu milljarða af gjaldeyrisreikningum sínum í íslenskum banka yfir á nýstofnaða reikninga í erlendum skattaskjólum á sama tíma og tilkynnt var um þjóðnýtingu Glitnis í lok september á síðasta ári. Um er að ræða einstaklinga sem tengjast bankanum sterkum böndum.

Viðskipti innlent

Skuldabréfaútboð LSS skilaði aðeins 120 milljónum

Skuldabréfaútboð sem Lánasjóður sveitarfélaga (LSS) efndi til fyrir helgina skilaði aðeins 120 milljónum kr. Að vísu bárust tilboð upp á 370 milljónir kr. og var ávöxtunarkrafan á bilinu 5,8-6%. LSS ákvað að taka tilboðum upp á 120 milljónir kr. með ávöxtunarkröfunni 5,8%.

Viðskipti innlent

Uppgjör undir væntingum

Nýherji hagnaðist um 90 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs. „Afkoma Ný­herja hf. er undir væntingum á fyrri árshelmingi ársins 2009 og samdráttur í eftirspurn á Íslandi meiri en áætlað var," segir Þórður Sverrisson forstjóri.

Viðskipti innlent

Lausn fyrir þá sem skulda umfram greiðslugetu

Nýja Kaupþing hefur útfært nýja lausn fyrir þá viðskiptavini sem búa við skuld umfram greiðslugetu og markaðsvirði eignar. Úrræðið kallast ,,Skuldaaðlögun" og felur í sér að láni viðskiptavinar, að undangengnu greiðslumati, er breytt í nýtt verðtryggt langtímalán.

Viðskipti innlent

NIB afskrifaði 20% af lánum sínum til Íslands

Norræni fjárfestingabankinn (NIB) tapaði 280 milljónum evra á árinu 2008. Þar af tapaði hann samtals 140 milljónum evra á lánum til íslenskra fyrirtækja vegna fyrirtækjalána og annarra fjármálagerninga, en ekki um 70 milljónum evra eins og kom fram á Vísi og í fréttum RÚV.

Viðskipti innlent

Hættur að lána íslenskum fyrirtækjum

Helmingur taps Norræna fjárfestingabankans (NIB) á síðasta ári er vegna lána til íslenskra fyrirtækja og annarra fjármálagerninga þeim tengdum. Bankinn er hættur að lána íslenskum fyrirtækjum. Þetta kemur fram í kvöldfréttum RÚV.

Viðskipti innlent

Skuldabréf á mikilli siglingu

Mikil velta hefur verið með skuldabréf að undanförnu. Skuldabréfavelta nam til að mynda 16,7 milljörðum í Kauphöllinni í dag, eins og kom fram á Vísi. Í hagsjá Landsbankans, kemur fram að skuldabréf séu á mikilli siglingu.

Viðskipti innlent

Ríkið græðir ekkert á sölu hlutafjár

Í fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins frá því á mánudag segir að ríkið muni leggja fram hlutafé að upphæð 60 milljarða til Íslandsbanka og 70 milljarða til Kaupþings þann 14. ágúst næstkomandi. Glitnir og Kaupþing, þ.e. skilanefndir bankanna í umboði erlendra kröfuhafa, eigi þess kost að kaupa þetta hlutafé í nýju bönkunum.

Viðskipti innlent

Þriðju endurskoðun AGS ætti að vera að ljúka

Fyrsta endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) hefur dregist von úr viti. Í upprunalegum áætlunum AGS sem kynntar voru í nóvember síðastliðnum átti henni að vera lokið í febrúar, annarri endurskoðun átti að ljúka í maí og þeirri þriðju ætti að vera að ljúka um þessar mundir.

Viðskipti innlent