Viðskipti innlent

Viðskiptaráð og SA vara við skattastefnu stjórnvalda

Samtök aðila í atvinnurekstri vara við þeirri skattastefnu stjórnvalda að leggja nýjar tegundir gjalda á atvinnureksturinn og hvetja til þess að megináherslan verði lögð á uppbyggingu og sköpun starfa. Þetta kemur fram í sameiginlegri áyktun Samtaka atvinnulífsins, aðildarfélaga þess og Viðskiptaráðs Íslands.

Viðskipti innlent

Fjórar hópuppsagnir tilkynntar í september

Vinnumálastofnun bárust 4 hópuppsagnir í septembermánuði þar sem sagt var upp 87 manns. Um er að ræða fyrirtæki í mannvirkjagerð, upplýsinga og útgáfustarfsemi og flutningum og er ástæðan rekstrarerfiðleikar og endurskipulagning.

Viðskipti innlent

Samorka mótmælir úrskurði umhverfisráðherra

Stjórn Samorku mótmælir harðlega úrskurði umhverfisráðherra um að fella úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar, um að ekki skuli fara fram sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar Suðvesturlínur, styrkingu raforkuflutningskerfis á Suðvesturlandi og öðrum framkvæmdum sem tengjast álveri í Helguvík.

Viðskipti innlent

Forsendur efnahagsspáa brostnar á fyrsta degi

Greining Íslandsbanka bendir á að efnahagsspár bæði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og fjármálaráðuneytisins gera ráð fyrir verulegum fjárfestingum tengdum orkufrekum iðnaði á næstu árum. Viðvarandi gjaldeyrishöft, breyttar áherslur í umhverfisráðuneyti og áform um aukna skattheimtu af orkunotkun er væntanlega ekki til þess fallið að auka líkur á að framangreind forsenda standist.

Viðskipti innlent

Endurskipulagi á eignasafni Kaupþings í Svíþjóð lokið

Endurskipulagningu eignasafns Kaupþings í Svíþjóð að verðmæti 1,1 milljarða sænskra kr., eða tæplega 20 milljarða kr. er lokið. Um var að ræða 12 eignir og voru 11 þeirra endurfjármagnaðar í samvinnu við fyrri eigendur, P.M.S. Group í Ísrael en einn var endurfjármögnuð eftir gjaldþrotaferli.

Viðskipti innlent

Ríkið tilbúið fyrir harðan vetur

„Halli á fjárlögum er meiri en áætlað var í sumar. Því sýnist manni sem ríkissjóður sjái fram á meiri fjárþörf en áður var ráðgert,“ segir Jón Bjarki Bentson, sérfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka.

Viðskipti innlent

Telur óábyrgt að breiða út vantraust

Það er afar óábyrgt af lögmanni erlendra lánastofnana að breiða það út til sinna umbjóðenda að íslenskir dómstólar séu ekki færir um að takast á við flókin álitaefni tengd hruninu, segir Guðmundur Ingvi Sigurðsson héraðsdómslögmaður.

Viðskipti innlent

1,6 milljarður í atvinnuleysisbætur

Vinnumálastofnun greiddi í morgun rúmlega 1,6 milljarða króna í atvinnuleysisbætur til tæplega 14.600 einstaklinga. Það er tæpum hálfum milljarði minna en greitt var í atvinnuleysisbætur í ágúst. Atvinnuleysi mælist nú tæplega 8%.

Viðskipti innlent

Tekjur upp um 18 milljarða, gjöld jukust um 65 milljarða

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu átta mánuði ársins 2009 liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu er handbært fé frá rekstri neikvætt um tæpa 79 milljarða kr., sem er 95 milljörðum kr. lakari útkoma heldur en á sama tímabili í fyrra. Tekjur reyndust 18 milljörðum kr. minni en í fyrra á meðan gjöldin jukust um 65 milljarða kr.

Viðskipti innlent

SPM fékk heimild til nauðasamninga

Héraðsdómur Vesturlands hefur veitt Sparisjóði Mýrasýslu (SPM) heimild til að leita nauðasamninga. Hefur Garðar Garðarsson hæstaréttarlögmaður verið skipaður umsjónarmaður með nauðasamningsumleitunum félagsins.

Viðskipti innlent

Norski Miðjuflokkurinn spilar sóló með Íslandslán

Norski Miðjuflokkurinn, Senterpartiet, virðist einn á báti í komandi ríkisstjórn Noregs hvað varðar viljan til að lána Íslandi allt að 100 milljörðum norskra kr. eða yfir 2.000 milljarða kr. Þetta kemur fram í viðtali ABC Nyheter við Per Olaf Lundteigen talsmann flokksins í fjármálum á norska Stórþinginu.

Viðskipti innlent