Lífið

Páll Óskar bókaði yfir sig

„Ég bókaði yfir mig," segir Páll Óskar Hjálmtýsson, sem getur ekki kvartað undan verkefnaskorti þessa dagana. „Ég rankaði bara við mér þar sem ég var búinn að bóka sex gigg á viku út veturinn."

Lífið

Einbýlishúsalóð á Arnarnesi til sölu á hálfan milljarð

"Þetta er ekkert grín. Það er þegar einn erlendur aðili sem hefur lýst áhuga á að kaupa lóðina," segir Arnbjörn Arason fasteignasali hjá Remax en hann hefur umsjón með sölu á 3630 fm eignarlóð í dýrasta einbýlishúsahverfi á Íslandi, Arnarnesinu. Ásett verð er ekkert smáræði, hálfur milljarður.

Lífið

Konukvöldið í kvöld

Konukvöld Létt Bylgjunnar verður haldið í Smáralind í kvöld, miðvikudagskvöldið 12. mars 2008. Á kvöldinu verða verslanir opnar til kl. 23 og „Römblu" stemmning ríkir á göngum hússins. Í fyrra komu 3500 konur á þetta kvöld og von er á enn fleiri konum í kvöld.

Lífið

Friðrik krónprins týnir giftingarhringnum

Stærsti ótti hvers eiginmanns er orðinn að raunveruleika fyrir Friðrik Danaprins. Hann er búinn að týna giftingarhringnum. Málið er fyrirferðarmikið í dönskum fjölmiðlum, og mætti skilja sem svo að þjóðfélagið sé á öðrum endanum vegna málsins.

Lífið

Magni í útrás vinnur Bon Jovi

Magni Ásgeirsson er í Kanada ásamt hljómsveit sinni og spilar í Toronto í kvöld á Bier Markt klúbbnum. Þar spilaði hann líka á mánudagskvöldið.

Lífið

Klæddu Unni Birnu

Nú er kominn nýr leikur á Leikjaland.is. Um er að ræða annan leikinn sem stjórnendur vefsíðunnar búa til. Leikurinn ber nafnið “Klæddu Unni Birnu”. Hann flokkast sem dúkkulísuleikur og gengur út á að klæða Unni Birnu í föt.

Lífið

Ryan Seacrest að slá sér upp

Idolkynnirinn síkáti Ryan Seacrest mun vera að hitta stúlku þessa dagana. Sú heitir Holly Huddleston og er ein af stjörnum E! sjónvarssöðvarinnar í raunveruleikaþættinum, Sunset Tan.

Lífið

Hvanndalsbræður fimm ára

Hvanndalsbræður fagna 5 ára afmæli sínu um þessar mundir og munu af því tilefni slá upp þrennum tónleikum á Græna Hattinum um páskana.

Lífið

Júróvisjónaðdáendur fúlir yfir grínatriðum

Mikil reiði ríkir nú á meðal gallharðra Júróvisjón-aðdáenda vegna fjölda „grínatriða" í keppninni þetta árið. Írland sendir sem frægt er orðið kalkúninn Dustin, Eistland valdi þrjá þéttvaxna miðaldra karlmenn og bikiniklæddar klappstýrur, nágrannar þeirra Lettar senda hóp sjóræningja, og eins og til að reka naglann í kistu hinnar hnignandi keppni ákváðu Belgar í gær að bjóða upp á lag á bulltungumáli.

Lífið

Bíómynd um Bob Marley í bígerð

Framleiðslu fyrirtækið The Weinstein company hefur tilkynnti að þeir hafi fengið leyfi til að þróa, framleiða og dreifa bíómynd sem fjallar um tónlistarmanninn Bob Marley.

Lífið

Cheryl Cole bannar kynlíf næsta hálfa árið

Cheryl Cole hefur sett eiginmanninn, hinn fláráða Ashley Cole, í kynlífsstraff til sex mánaða. Þessu segist Sun dagblaðið, sem greindi á dögunu fyrst frá framhjáhaldi Ashley, hafa áreiðanlegar heimildir fyrir.

Lífið

Tekjulítill K-Fed gefur 2000 dollara þjórfé

Kevin Federline rakar ekki inn tekjum þessa dagana, en hann virðist þó eiga fyrir salti í grautinn. Í nýlegri veitingahúsaferð skildi hann eftir tvö þúsund dollara í þjórfé, rúmar 130 þúsund krónur, eftir að hafa keypt máltíð fyrir 365 dollara.

Lífið

Dr. Gunni bruggar rótarbjór

„Já já, þetta er uppáhalds drykkurinn minn,“ segir Gunnar Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni, en fjórir lítrar af rótarbjór þroskast nú í sérmerktum plastflöskum á heimili hans. Gunna var fært rótarbjórs-þykkni að gjöf, en hann hefur hingað til sérpantað flöskur af drykknum frá Bandaríkjunum. Það er aftur dýrt spaug. Drykkurinn , sem er óáfengur, kostar þá á milli 400 og 500 krónur á flöskuna kominn til landsins.

Lífið

Kosið um afrekskonu Létt Bylgjunnar

Kosning stendur nú yfir á afrekskonu léttbylgjunnar, en hún verður krýnd annað kvöld á konukvöldi Léttbylgjunnar í Smáralindinni. Undanfarna daga hafa fjölmargar tilnefningar borist, en þær sem stóðu upp úr voru eftirfarandi:

Lífið

Brúðkaup Brangelinu slegið af?

Svo virðist ætla að fara að ekkert verði af fyrirætluðu brúðkaupi Brads Pitt og Angelinu Jolie sem slúðurpressan vestanhafs hefur velt vöngum yfir undanfarið.

Lífið

Hefur syrgt Loftleiði í 35 ár

Loftleiðir, flugfélagið sem sameinaðist Flugfélagi Íslands undir merkjum Flugleiða á sínum tíma, var stofnað þann 10 mars og er því 64 ára í dag. Dagfinnur Stefánsson flugstjóri er einn af stofnendum Loftleiða og hefur flaggað á hverju ári frá stofnun þess.

Lífið

Hugmyndir uppi um glæsilegan veitingastað í Norræna húsinu

Hugmyndir eru uppi um að breyta kafffistofunni í Norræna húsinu í glæsilegan veitingastað eða bístró þar sem boðið verði upp á það besta úr norrænu eldhúsi. Forstjóri hússins segir þetta lið í endurskipulagningu á húsinu en enn séu nokkrar hindranir í veginum.

Lífið

Miðum bætt við á Clapton tónleika

2000 auka miðar verða seldir á tónleika Erics Claptons í Egilshöll þann 8. ágúst næstkomandi. Fyrsta hálftímann eftir að forsala miðanna hófst fyrir tæpri viku seldust átta þúsund miðar. Á laugardaginn höfðu 10.500 manns tryggt sér miða og var þá lokað fyrir sölu enda upphaflegu takmarki skipuleggjanda í forsölu náð.

Lífið

Biggi í Maus og Bubbi í hár saman

Bubbi Morthens heldur áfram að skrifa um menn og málefni á vefnum bubbi.is. Í síðasti innleggi sínu skýtur hann föstum skotum að Birgi Erni Steinarssyni, sem kenndur er við Maus en ritstýrir nú tónlistartímaritinu Mónitor.

Lífið

Tveggja tíma Idol maraþon í kvöld

Ekki stendur til að breyta fyrirkomulagi sýninga á American Idol á Stöð 2, en það hefur hlotið nokkra gagnrýni undanfarið. Í Bandaríkjunum er keppni karla og kvenna sýnd sitt í hvoru lagi, og svo úrslitaþátturinn þriðja kvöldið. Á Íslandi eru allir þrír þættirnir hinsvegar sýndir sama kvöldið, og verður Idol því á dagskrá í rúma tvo klukkutíma í kvöld, frá tuttugu mínútur yfir átta, til hálf ellefu. Þetta er þó síðasti þátturinn þar sem karlar og konur keppa sitt í hvoru lagi, og verða næstu þættir því nær helmingi styttri.

Lífið

Bubbi líkir Össuri við Napóleon

„Ég bara skil ekki að fólk skuli láta svona út úr sér. “ segir Bubbi Morthens. Hann skrifaði um helgina færslu á Bubbi.is, þar sem hann lýsti frati á þær sögusagnir að Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra sitji að sumbli yfir bloggskrifum sínum um nætur. „Þetta er bara illgirni.

Lífið

Björgólfur Thor og Gísli Örn buðu konunum súkkulaði

Það voru engir slordónar sem buðu konurnar velkomnar á galakvöldverð til styrktar UNIFEM í Frímúrarahöllinni á laugardaginn, en þeir Björgólfur Thor Björgólfsson og Gísli Örn Garðarsson tóku á móti gestunum með bakka fulla af súkkulaði. Ein viðstaddra sagði í samtali við Vísi að þeir hefðu tekið sig afar vel út í hlutverkinu, og hefði móttökurnar einna helst minnt á atriði úr bíómynd, enda myndu báðir sæma sér vel í Hollywood.

Lífið

Judas Priest á Hróaskeldu

Breska þungarokksveitin Judas Priest, með Rob Halford fremstan í flokki, hefur staðfest komu sína á dönsku tónlistarhátíðinna Hróaskeldu í sumar. Hróaskelda er stærsta tónlistarhátíð í Norður-Evrópu og verður þetta í fyrsta skipti sem Judas Priest spilar á hátíðinni.

Lífið

America's Next Top Model keppendur rústa þakíbúð

Fyrirsæturnar fjórtán sem kepptu um að verða næsta ofurfyrirsætan í America's Next Top Model fá líklega engin verðlaun fyrir snyrtimennsku. Eigandi fjögur hundruð milljóna glæsiíbúðar sem þær dvöldu í þær tíu vikur sem keppnin stóð yfir íhugar nú að fara í mál við framleiðendur þáttarins vegna skemmda á íbúðinni, sem hann segir nema rúmum 30 milljónum.

Lífið

Ég held mínu striki

Birgir Sævarsson, 19 ára Reykvíkingur sem datt út úr Bandinu hans Bubba á föstudagskvöldið, segist sáttur með að hafa komist þó þetta langt.

Lífið