Lífið

Beckham hjónin að gefast upp á Bandaríkjunum?

David saknar víst fjölskyldunnar.
David saknar víst fjölskyldunnar. MYND/Getty

Ekki er ár síðan Beckham-hjónin fluttu vestur um haf en svo gæti farið að þau héldu heim til Englands á ný

Fyrsta ár Davids hjá LA Galaxy olli miklum vonbrigðum. Félagið gerði við hann einn stærsta fótboltasamning sem gerður hefur verið í Bandaríkjunum en David greyið hefur verið meira og minna frá vegna meiðsla. Samkvæmt heimildamanni OK tímaritsins saknar David líka fjölskyldunnar í Bretlandi og væri því fegnastur ef einhver keypti samning hans við liðið í Kaliforníu.

Þá hefur gallabuxnalína Victoriu ekki gengið sem skyldi. Föt úr línunni hafa selst fyrir um fimmtán milljónir dollara en ekki þær fimmtíu sem áætlað var.

Talsmenn hjónanna segja að fatalínan gangi vel og David hafi engin áform um að losa sig undan samningnum við LA Galaxy. Annar heimildamaður blaðsins segir þó að flutningurinn til Bandaríkjanna hafi ekki gengið eins vel og áætlað var og þar spili breyting á stöðu Victoriu stóra rullu.

Þrátt fyrir að hafa reynt að vekja athygli á sér með raunveruleikaþætti um sjálfa sig og vináttuböndum við sérvaldar stjörnur er Kryddstúlkan nefnilega bara alls ekki jafn fræg í Englaborginni og heima hjá sér. Sem gengur að sjálfsögðu ekki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.