Lífið Dauðsfall í Sex and the City Ein persónanna í Sex and the City deyr í væntanlegri kvikmyndaútgáfu þáttanna. Leikkonan Cynthia Nixon missti þetta út úr sér í spjallþætti á dögunum, en þverneitaði að upplýsa hver það væri. Lífið 18.4.2008 10:14 Þekkt nöfn á FM-hátíð Gus Gus, Sprengjuhöllin, Bloodgroup, Merzedes Club, Ný dönsk, Haffi Haff og Páll Óskar koma fram á Hlustendaverðlaunum FM 957 sem verða haldin í tíunda sinn í Háskólabíói 3. maí. Einnig koma óvæntir tónleikagestir fram á hátíðinni. Lífið 18.4.2008 07:00 Eddie Murphy með nýja í takinu Á einungis tveimur árum hefur Eddie Murphy tekist að barna eina konu og giftast og skilja við aðra. Nú er hann kominn með enn eina dömu upp á arminn. Nýja ástin í lífi stórleikarans heitir Lara LaRue og er 25 ára gömul. Lífið 17.4.2008 22:23 Mannaveiðar enn vinsælasta sjónvarpsefnið Um 30,5% Íslendinga á aldrinum 12-49 ára, horfðu á Mannaveiðar í Ríkissjónvarpinu í síðustu viku. Þátturinn var lang vinsælasta sjónvarpsefnið þá vikuna. Litlu færri, eða 30,1%, horfðu á Spaugstofuna. Lífið 17.4.2008 20:45 Dr Spock hefja upptökur á næstu plötu Sjóararokkararnir í Dr Spock eru að tína saman hljóðfærin og ætla í stúdíó í kvöld að taka upp næstu plöta sína. Og það með hraði. Óttar Proppé, forsprakki sveitarinnar, segir upptökurnar standa fram á næstu helgi, en skífan mun líta dagsins ljós í sumar. „Það er engin ástæða til að hanga yfir þessu lengur en þörf er á." Lífið 17.4.2008 16:42 10 þúsund horfðu á Eurobandið á þremur klukkutímum Myndband Eurobandsins sem frumsýnt var í hádeginu í dag mun vera fyrsta myndbandið sem er frumflutt í farsíma. Hægt er að horfa á myndbandið í öllum Nova símum þannig að í raun er um að ræða heimsfrumsýningu. Lífið 17.4.2008 16:36 Bubbi spáir keppanda í bandinu landsfrægð Úrslitin ráðast í Bandinu hans Bubba annað kvöld, og er óhætt að segja að spennan sé farin að magnast. Þeir Arnar Már og Eyþór keppa um plássið í bandinu og þrjár milljónir í verðlaunafé, en ef marka má Bubba sjálfan þarf sá sem tapar ekki að örvænta. Lífið 17.4.2008 15:53 Tom og Katie slást um Suri Katie Holmes er að brotna undan álaginu sem fylgir hjónabandi hennar og Toms Cruise. Hún hefur því ákveðið flytja til New York með Suri litlu, en Tom er víst ekki allskostar ánægður með það. Lífið 17.4.2008 15:10 Varaþingmaður varð kjaftstopp í fyrsta skipti á ævinni Guðný Hrund Karlsdóttir varaþingmaður Samfylkingarinnar hélt sína fyrstu ræðu í þinginu í gær. Hún vill þó frekar tala um ræðuleysi því hún varð alveg kjafstopp í umræðum um niðurstöður vorralls Hafrannsóknarstofnunnar. Lífið 17.4.2008 14:59 Gwyneth Paltrow þjáðist af fæðingarþunglyndi Leikkonan og Óskarsverðlaunahafinn Gwyneth Paltrow þjáðist af alvarlegu fæðingarþunglyndi eftir fæðingu Mósesar, seinna barns hennar og rokkarans Chris Martin. Lífið 17.4.2008 14:44 Fréttablaðið dreifir blaðberum sem safna blöðum Blaðberar standa ekki einungis í því að dreifa blöðum því nú er þeim ætlað að safna þeim saman líka. Fréttablaðið hóf í dag að afhenda fyrstu eintökin af endurvinnslutösku sem kallast Blaðberinn. Töskunni er ætlað að safna gömlum dagblöðum og auðvelda þannig fólki að fara með þau í endurvinnsluna. 30.000 töskum verður dreift um helgina. Lífið 17.4.2008 14:20 Fáir vilja vera vinir Paris Hilton Leitin að nýjasta vini Parisar Hilton gengur illa. Á dögunum var auglýst eftir „heitum tæfum og geggjuðum gaurum“ til að taka þátt í raunveruleikaþætti þar sem leitað er að nýjum vini fyrir hótelerfingjann. Lífið 17.4.2008 13:58 Bandið hans Bubba tekur flugið Samkvæmt nýjustu könnun Capacent um sjónvarpsáhorf kemur fram að undanúrslitaþátturinn í Bandinu hans Bubba er með 21,7% uppsafnað meðaláhorf í aldurshópnum 18-49 ára. Bæði frum- og endursýningar eru teknar með í þeim útreikningum. Lífið 17.4.2008 13:23 Morðingjarnir halda útgáfutónleika „Áfram Ísland! er umtalaðasta platan um þessar mundir. Hún hefur fengið glimrandi fína dóma og umsagnir í ýmsum fjölmiðlum, t.a.m. í Mónitor, Stúdentablaðinu, Grapevine og DV. Gagnrýnendur keppast við að lofa Áfram Ísland! og segja hana með flottari rokkplötum í langan tíma og gefa henni hér um bil fullt hús stiga,“ þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá drengjunum. Lífið 17.4.2008 13:00 Minni nekt, meiri fyndni Langþráð myndband við Eurovisjónframlag Íslands, This is my life, leit dagsins ljós á heimasíðu símafyrirtækisins Nova nú í hádeginu. Óhætt er að segja að Júróbandið rói á allt önnur mið en fyrrverandi keppinautar þeirra í Merzedes Club. Þau eru í það minnsta öllu meira klædd, hnykla vöðvana minna. Lífið 17.4.2008 12:21 Dr. Spock vill líka spons frá símafyrirtæki Júróvisjónkeppendur spyrða sig nú hver af öðrum við símafyrirtæki. Víðfrægt myndband Merzedes Club fyrir Símann hefur tæpast farið framhjá mannsbarni, og á hádegi í dag verður nýtt myndband Eurobandsins frumsýnt - á vefsíðu símafyrirtækisins Nova. Lífið 17.4.2008 11:47 Siggi Stormur vill rokkara í veðurfréttirnar Arnar Már í Bandinu hans Bubba þarf ekki að óttast atvinnuleysi tapi hann fyrir Eyþóri í úrslitaþættinum annað kvöld. Hann lýsti því yfir í þættinum á dögunum að hann langaði að verða veðurfræðingur, og svo virðist sem honum gæti orðið að ósk sinni. Lífið 17.4.2008 11:04 Miley skrifar sjálfsævisögu fyrir sextán Fólk þroskast hratt í sviðsljósinu í Hollywood. Þetta veit Miley litla Cyrus vel. Henni finnst því fullt tilefni til að rita æviminningar sínar, og helst að klára þær áður en hún verður sextán. Lífið 17.4.2008 10:35 Nicole Kidman með æluna í hálsinum Óskarsverðlaun og milljónir í bankanum bjarga manni víst ekki frá óumflýjanlegum líffræðilegum aukaverkunum óléttu. Nicole Kidman upplýsti blaðamenn um þetta á rauða dreglinum á dögunum, þar sem hún sagðist þjást af ofboðslegri morgunógleði. Lífið 16.4.2008 17:40 Krónan komin í fimmtíu dollara Þrátt fyrir hrun íslensku krónunnar er ein slík 48,95 dollara virði - plús fimm dollara sendingarkostað. Það er ef maður verslar hana gyllta eða útskorna á eBay. Lífið 16.4.2008 16:31 Bítlakerra bíður tilboða á eBay Mercedes Benz 560 SEC af árgerð 1990 er nú til sölu á uppboðsvefnum eBay. Vart væri þetta í frásögur færandi nema fyrir þær sakir Lífið 16.4.2008 16:03 Ellefu bilaðir bílar, ónýtar græjur og líkamsárás „Við þorum ekki að kaupa okkur flugvél. Það er á tæru," segir Böðvar Rafn Reynisson, söngvari Dalton. Á því ári sem hljómsveitin hefur starfað hefur hún farið í gegnum ellefu bíla og græjur eyðilagst í gríð og erg. Botninum var svo náð um páskana, þegar söngvarinn var skorinn á háls og kviknaði í hljómsveitarrútunni. Lífið 16.4.2008 15:40 Franska þingið ræðir Júróvisjón François-Michel Gonnot, þingmaður UMP flokks Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta, fór hörðum orðum um Júróvisjónframlag Frakka í þinginu í gær. Ástæðan er sú að einungis þrettán orð í laginu eru frönsk - hin tilheyra ensku. Lífið 16.4.2008 13:59 Lokadagskrá Hróarskeldu kynnt Stjórnendur Hróarskelduhátíðarinnar afhjúpuðu í dag heildardagskrá hátíðarinnar. 120 nýjar sveitir voru kynntar til leiks, og má þar nefna íslendingana Mugison og Bloodgroup, rapparann Jay-Z, The Cult, Goldfrapp, José González, The Raveonettes, The Gossip og fjöldann allan af öðrum sveitum. Lífið 16.4.2008 13:32 Jude Law að verða sköllóttur Meira að segja flottustu töffarar eldast, og nú er Jude Law lentur í krumlum elli kerlingar. Hárum á höfði leikarans fer snarfækkandi, eins og sést berlega eftir að hann klippti sig stutt. Lífið 16.4.2008 12:47 Tólf ára vill brjóstastækkun Óskalisti: Kate Moss ilmvatn, iPhone, brjóstastækkun. Þetta er það sem Georgia, tólf ára dóttur glamúrmódelsins Aliciu Douvall, vill fá í þrettán ára afmælisgjöf. Lífið 16.4.2008 12:30 Pete Doherty dópar á afeitrunardeild Rokkarinn og vandræðabarnið Pete Doherty sér fangavist greinilega ekki sem ástæðu til að taka sig á. Doherty hlaut í síðustu viku 14 vikna dóm fyrir að hafa undir höndum heróín, krakk, hass og ketamín og skrópa ítrekað á lyfjaprófum í kjölfarið. Lífið 16.4.2008 12:00 Vinsælir hjá hestamönnum í Danmörku Vinsældir hljómsveitarinnar Á móti Sól virðast miklar um þessar mundir. Strákarnir munu spila á hestamannaballi í Danmörku í lok mánaðarins og er nú þegar orðið uppselt á ballið. Lífið 16.4.2008 11:49 Paris sagði rass Kardashian ógeðslegan Paris Hilton hefur beðið Kim Kardashian innilega afsökunar fyrir að hafa kallað heimsfrægan rass æskuvinkonu sinnar ógeðslegan. Paris var í útvarpsviðtali á mánudagsmorgun spurð að því hvort hana langaði ekki í stóran og myndarlegan rass eins og Kardashian státaði af. Hún hélt ekki, og sagði afturenda af þessari stærð vera ógeðslega. Til að vera alveg viss um að ekkert misskildist bætti hún við: „Þetta er viðbjóðslegt.... Minnir mig á kotasælu í hvítum plastpoka." Lífið 16.4.2008 10:38 Pabbi Cameron Diaz látinn úr lungnabólgu Faðir Cameron Diaz lést í nótt óvænt úr lungnabólgu. Samkvæmt heimildum TMZ fékk Emilio Diaz nýlega flensu sem þróaðist fljótt yfir í lungnabólgu. Dauði hans kom ættingjum í opna skjöldu, en Emilio var 58 ára gamall og að sögn við hestaheilsu. Hann var annarar kynslóðar kúbverskur innflytjandi, og starfaði hjá olíufyrirtæki. Hann átti lítið hlutverk í einni frægustu mynd dóttur sinnar, There's Something About Mary, þar sem hann lék fanga. Lífið 16.4.2008 10:04 « ‹ ›
Dauðsfall í Sex and the City Ein persónanna í Sex and the City deyr í væntanlegri kvikmyndaútgáfu þáttanna. Leikkonan Cynthia Nixon missti þetta út úr sér í spjallþætti á dögunum, en þverneitaði að upplýsa hver það væri. Lífið 18.4.2008 10:14
Þekkt nöfn á FM-hátíð Gus Gus, Sprengjuhöllin, Bloodgroup, Merzedes Club, Ný dönsk, Haffi Haff og Páll Óskar koma fram á Hlustendaverðlaunum FM 957 sem verða haldin í tíunda sinn í Háskólabíói 3. maí. Einnig koma óvæntir tónleikagestir fram á hátíðinni. Lífið 18.4.2008 07:00
Eddie Murphy með nýja í takinu Á einungis tveimur árum hefur Eddie Murphy tekist að barna eina konu og giftast og skilja við aðra. Nú er hann kominn með enn eina dömu upp á arminn. Nýja ástin í lífi stórleikarans heitir Lara LaRue og er 25 ára gömul. Lífið 17.4.2008 22:23
Mannaveiðar enn vinsælasta sjónvarpsefnið Um 30,5% Íslendinga á aldrinum 12-49 ára, horfðu á Mannaveiðar í Ríkissjónvarpinu í síðustu viku. Þátturinn var lang vinsælasta sjónvarpsefnið þá vikuna. Litlu færri, eða 30,1%, horfðu á Spaugstofuna. Lífið 17.4.2008 20:45
Dr Spock hefja upptökur á næstu plötu Sjóararokkararnir í Dr Spock eru að tína saman hljóðfærin og ætla í stúdíó í kvöld að taka upp næstu plöta sína. Og það með hraði. Óttar Proppé, forsprakki sveitarinnar, segir upptökurnar standa fram á næstu helgi, en skífan mun líta dagsins ljós í sumar. „Það er engin ástæða til að hanga yfir þessu lengur en þörf er á." Lífið 17.4.2008 16:42
10 þúsund horfðu á Eurobandið á þremur klukkutímum Myndband Eurobandsins sem frumsýnt var í hádeginu í dag mun vera fyrsta myndbandið sem er frumflutt í farsíma. Hægt er að horfa á myndbandið í öllum Nova símum þannig að í raun er um að ræða heimsfrumsýningu. Lífið 17.4.2008 16:36
Bubbi spáir keppanda í bandinu landsfrægð Úrslitin ráðast í Bandinu hans Bubba annað kvöld, og er óhætt að segja að spennan sé farin að magnast. Þeir Arnar Már og Eyþór keppa um plássið í bandinu og þrjár milljónir í verðlaunafé, en ef marka má Bubba sjálfan þarf sá sem tapar ekki að örvænta. Lífið 17.4.2008 15:53
Tom og Katie slást um Suri Katie Holmes er að brotna undan álaginu sem fylgir hjónabandi hennar og Toms Cruise. Hún hefur því ákveðið flytja til New York með Suri litlu, en Tom er víst ekki allskostar ánægður með það. Lífið 17.4.2008 15:10
Varaþingmaður varð kjaftstopp í fyrsta skipti á ævinni Guðný Hrund Karlsdóttir varaþingmaður Samfylkingarinnar hélt sína fyrstu ræðu í þinginu í gær. Hún vill þó frekar tala um ræðuleysi því hún varð alveg kjafstopp í umræðum um niðurstöður vorralls Hafrannsóknarstofnunnar. Lífið 17.4.2008 14:59
Gwyneth Paltrow þjáðist af fæðingarþunglyndi Leikkonan og Óskarsverðlaunahafinn Gwyneth Paltrow þjáðist af alvarlegu fæðingarþunglyndi eftir fæðingu Mósesar, seinna barns hennar og rokkarans Chris Martin. Lífið 17.4.2008 14:44
Fréttablaðið dreifir blaðberum sem safna blöðum Blaðberar standa ekki einungis í því að dreifa blöðum því nú er þeim ætlað að safna þeim saman líka. Fréttablaðið hóf í dag að afhenda fyrstu eintökin af endurvinnslutösku sem kallast Blaðberinn. Töskunni er ætlað að safna gömlum dagblöðum og auðvelda þannig fólki að fara með þau í endurvinnsluna. 30.000 töskum verður dreift um helgina. Lífið 17.4.2008 14:20
Fáir vilja vera vinir Paris Hilton Leitin að nýjasta vini Parisar Hilton gengur illa. Á dögunum var auglýst eftir „heitum tæfum og geggjuðum gaurum“ til að taka þátt í raunveruleikaþætti þar sem leitað er að nýjum vini fyrir hótelerfingjann. Lífið 17.4.2008 13:58
Bandið hans Bubba tekur flugið Samkvæmt nýjustu könnun Capacent um sjónvarpsáhorf kemur fram að undanúrslitaþátturinn í Bandinu hans Bubba er með 21,7% uppsafnað meðaláhorf í aldurshópnum 18-49 ára. Bæði frum- og endursýningar eru teknar með í þeim útreikningum. Lífið 17.4.2008 13:23
Morðingjarnir halda útgáfutónleika „Áfram Ísland! er umtalaðasta platan um þessar mundir. Hún hefur fengið glimrandi fína dóma og umsagnir í ýmsum fjölmiðlum, t.a.m. í Mónitor, Stúdentablaðinu, Grapevine og DV. Gagnrýnendur keppast við að lofa Áfram Ísland! og segja hana með flottari rokkplötum í langan tíma og gefa henni hér um bil fullt hús stiga,“ þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá drengjunum. Lífið 17.4.2008 13:00
Minni nekt, meiri fyndni Langþráð myndband við Eurovisjónframlag Íslands, This is my life, leit dagsins ljós á heimasíðu símafyrirtækisins Nova nú í hádeginu. Óhætt er að segja að Júróbandið rói á allt önnur mið en fyrrverandi keppinautar þeirra í Merzedes Club. Þau eru í það minnsta öllu meira klædd, hnykla vöðvana minna. Lífið 17.4.2008 12:21
Dr. Spock vill líka spons frá símafyrirtæki Júróvisjónkeppendur spyrða sig nú hver af öðrum við símafyrirtæki. Víðfrægt myndband Merzedes Club fyrir Símann hefur tæpast farið framhjá mannsbarni, og á hádegi í dag verður nýtt myndband Eurobandsins frumsýnt - á vefsíðu símafyrirtækisins Nova. Lífið 17.4.2008 11:47
Siggi Stormur vill rokkara í veðurfréttirnar Arnar Már í Bandinu hans Bubba þarf ekki að óttast atvinnuleysi tapi hann fyrir Eyþóri í úrslitaþættinum annað kvöld. Hann lýsti því yfir í þættinum á dögunum að hann langaði að verða veðurfræðingur, og svo virðist sem honum gæti orðið að ósk sinni. Lífið 17.4.2008 11:04
Miley skrifar sjálfsævisögu fyrir sextán Fólk þroskast hratt í sviðsljósinu í Hollywood. Þetta veit Miley litla Cyrus vel. Henni finnst því fullt tilefni til að rita æviminningar sínar, og helst að klára þær áður en hún verður sextán. Lífið 17.4.2008 10:35
Nicole Kidman með æluna í hálsinum Óskarsverðlaun og milljónir í bankanum bjarga manni víst ekki frá óumflýjanlegum líffræðilegum aukaverkunum óléttu. Nicole Kidman upplýsti blaðamenn um þetta á rauða dreglinum á dögunum, þar sem hún sagðist þjást af ofboðslegri morgunógleði. Lífið 16.4.2008 17:40
Krónan komin í fimmtíu dollara Þrátt fyrir hrun íslensku krónunnar er ein slík 48,95 dollara virði - plús fimm dollara sendingarkostað. Það er ef maður verslar hana gyllta eða útskorna á eBay. Lífið 16.4.2008 16:31
Bítlakerra bíður tilboða á eBay Mercedes Benz 560 SEC af árgerð 1990 er nú til sölu á uppboðsvefnum eBay. Vart væri þetta í frásögur færandi nema fyrir þær sakir Lífið 16.4.2008 16:03
Ellefu bilaðir bílar, ónýtar græjur og líkamsárás „Við þorum ekki að kaupa okkur flugvél. Það er á tæru," segir Böðvar Rafn Reynisson, söngvari Dalton. Á því ári sem hljómsveitin hefur starfað hefur hún farið í gegnum ellefu bíla og græjur eyðilagst í gríð og erg. Botninum var svo náð um páskana, þegar söngvarinn var skorinn á háls og kviknaði í hljómsveitarrútunni. Lífið 16.4.2008 15:40
Franska þingið ræðir Júróvisjón François-Michel Gonnot, þingmaður UMP flokks Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta, fór hörðum orðum um Júróvisjónframlag Frakka í þinginu í gær. Ástæðan er sú að einungis þrettán orð í laginu eru frönsk - hin tilheyra ensku. Lífið 16.4.2008 13:59
Lokadagskrá Hróarskeldu kynnt Stjórnendur Hróarskelduhátíðarinnar afhjúpuðu í dag heildardagskrá hátíðarinnar. 120 nýjar sveitir voru kynntar til leiks, og má þar nefna íslendingana Mugison og Bloodgroup, rapparann Jay-Z, The Cult, Goldfrapp, José González, The Raveonettes, The Gossip og fjöldann allan af öðrum sveitum. Lífið 16.4.2008 13:32
Jude Law að verða sköllóttur Meira að segja flottustu töffarar eldast, og nú er Jude Law lentur í krumlum elli kerlingar. Hárum á höfði leikarans fer snarfækkandi, eins og sést berlega eftir að hann klippti sig stutt. Lífið 16.4.2008 12:47
Tólf ára vill brjóstastækkun Óskalisti: Kate Moss ilmvatn, iPhone, brjóstastækkun. Þetta er það sem Georgia, tólf ára dóttur glamúrmódelsins Aliciu Douvall, vill fá í þrettán ára afmælisgjöf. Lífið 16.4.2008 12:30
Pete Doherty dópar á afeitrunardeild Rokkarinn og vandræðabarnið Pete Doherty sér fangavist greinilega ekki sem ástæðu til að taka sig á. Doherty hlaut í síðustu viku 14 vikna dóm fyrir að hafa undir höndum heróín, krakk, hass og ketamín og skrópa ítrekað á lyfjaprófum í kjölfarið. Lífið 16.4.2008 12:00
Vinsælir hjá hestamönnum í Danmörku Vinsældir hljómsveitarinnar Á móti Sól virðast miklar um þessar mundir. Strákarnir munu spila á hestamannaballi í Danmörku í lok mánaðarins og er nú þegar orðið uppselt á ballið. Lífið 16.4.2008 11:49
Paris sagði rass Kardashian ógeðslegan Paris Hilton hefur beðið Kim Kardashian innilega afsökunar fyrir að hafa kallað heimsfrægan rass æskuvinkonu sinnar ógeðslegan. Paris var í útvarpsviðtali á mánudagsmorgun spurð að því hvort hana langaði ekki í stóran og myndarlegan rass eins og Kardashian státaði af. Hún hélt ekki, og sagði afturenda af þessari stærð vera ógeðslega. Til að vera alveg viss um að ekkert misskildist bætti hún við: „Þetta er viðbjóðslegt.... Minnir mig á kotasælu í hvítum plastpoka." Lífið 16.4.2008 10:38
Pabbi Cameron Diaz látinn úr lungnabólgu Faðir Cameron Diaz lést í nótt óvænt úr lungnabólgu. Samkvæmt heimildum TMZ fékk Emilio Diaz nýlega flensu sem þróaðist fljótt yfir í lungnabólgu. Dauði hans kom ættingjum í opna skjöldu, en Emilio var 58 ára gamall og að sögn við hestaheilsu. Hann var annarar kynslóðar kúbverskur innflytjandi, og starfaði hjá olíufyrirtæki. Hann átti lítið hlutverk í einni frægustu mynd dóttur sinnar, There's Something About Mary, þar sem hann lék fanga. Lífið 16.4.2008 10:04