Lífið

Franska þingið ræðir Júróvisjón

François-Michel Gonnot, þingmaður UMP flokks Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta, fór hörðum orðum um Júróvisjónframlag Frakka í þinginu í gær. Ástæðan er sú að einungis þrettán orð í laginu eru frönsk - hin tilheyra ensku.

„Landar okkar skilja ekki af hverju Frakkland hefur gefist upp á að verja tungumál sitt, frammi fyrir milljónum sjónvarpsáhorfenda um víða veröld," sagði þingmaðurinn. Talsmaður Sebastian Teller, flytjanda lagsins, sagði söngvarann syngja á ensku, frönsku og jafnvel ítölsku eftir því hvernig hann væri stemmdur. Að syngja á frönsku væri ekki besta leiðin til að gera sig skiljanlegan fyrir heiminum.

Frakkar sungu fyrst á ensku í keppninni árið 2001, þegar seinni helmingur lagsins var ensku. Það lag hafnaði í fjórða sæti. Síðustu tvö skipti sem flytjendur sungu á frönsku voru árið 2005, þegar þeir höfnuðu í næst-neðsta sæti, og árið 2006 þegar þeir lentu í þriðja neðsta sæti.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.