Lífið

Dauðsfall í Sex and the City

Ein persónanna í Sex and the City deyr í væntanlegri kvikmyndaútgáfu þáttanna. Leikkonan Cynthia Nixon missti þetta út úr sér í spjallþætti á dögunum, en þverneitaði að upplýsa hver það væri.

Myndarinnar er beðið með eftirvæntingu. Vangaveltur um hvaða haus fengi að rúlla settu allt á annan endan í bloggheimum, og sitt sýnist hverjum. The Daily Intel Blog hjá New York magazine veðjar á Charlotte, þar sem engin ástæða sé fyrir því að drepa hana ekki. Tennisslys verður henni að aldurtila samkvæmt þeirri kenningu. Vulture blog hjá sama tímariti slátrar Mr. Big. Þeir spá því að hann muni látast snemma í myndinni, svo verði hann syrgður í nokkur atriði, svo komi hjartnæm minningarbrot undir tónlist. Myndin endi þar sem Carrie er með nýjan gæja í sjónmáli, og allt klárt fyrir framhaldsmynd.

Myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum í lok maí.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.