Fréttablaðið dreifir blaðberum sem safna blöðum Breki Logason skrifar 17. apríl 2008 14:20 Fréttablaðið dreifði Blaðberanum á horninu hjá Apótekinu. Þar stóð Óli blaðasali gjarnan í gamla daga. Blaðberar standa ekki einungis í því að dreifa blöðum því nú er þeim ætlað að safna þeim saman líka. Fréttablaðið hóf í dag að afhenda fyrstu eintökin af endurvinnslutösku sem kallast Blaðberinn. Töskunni er ætlað að safna gömlum dagblöðum og auðvelda þannig fólki að fara með þau í endurvinnslu. 30.000 töskum verður dreift um helgina. Blaðberinn er taska sem hönnuð er af Tinnu Gunnarsdóttur iðnhönnuði og er fyrsta skrefið í að hvetja fólk til þess að koma dagblöðum í endurvinnslu. Jón Kaldal ristjórsti Fréttablaðsins segir töskunni ætlað að þjóna hvaða dagblöðum sem er sem og ýmsum auglýsingapósti. „Þessi taska er hugsuð sem blaðakarfa og var mikið lagt í hönnunina á henni. Hún fer ágætlega á heimilum og er ekki ætlað að týnast í geymslum eða þvottahúsum fólks. Það er einnig auðvelt að fletta upp í töskunni ef fólki vantar t.d blað síðan í síðustu viku," segir Jón Kaldal en stefnan er að koma um 30.000 töskum út nú um helgina. Verður þeim dreift í Kringlunni, Smáralind, Eiðistorgi og fleiri stöðum. Einnig er hægt að nálgast Blaðberann í höfuðstöðvar 365 í Skaftahlíð 24. Jón segir töluverð verðmæti felast í dagblaðapappír sem er aðallega sendur héðan til Svíþjóðar þar sem hann er notaður í klósett- og eldhúsrúllur. „Við hugsum þetta svolítið einsog með fiskvinnsluna í gamla daga þegar litið var á allskyns slóg sem verðlaust en síðar kom í ljós að í því felast töluverð verðmæti," segir Jón. Hann nefnir einnig að nánast öll íslensk dagblöð séu prentuð á pappír úr sjálfbærum skógum. „Íslensk dagblöð standa því ekki í skógareyðingu því þetta er allt úr svokölluðum nytjaskógum. Fyrir hvert tré sem er fellt fyrir íslenskan dagblaðapappír er plantað nokkrum öðrum trjám." Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Sjá meira
Blaðberar standa ekki einungis í því að dreifa blöðum því nú er þeim ætlað að safna þeim saman líka. Fréttablaðið hóf í dag að afhenda fyrstu eintökin af endurvinnslutösku sem kallast Blaðberinn. Töskunni er ætlað að safna gömlum dagblöðum og auðvelda þannig fólki að fara með þau í endurvinnslu. 30.000 töskum verður dreift um helgina. Blaðberinn er taska sem hönnuð er af Tinnu Gunnarsdóttur iðnhönnuði og er fyrsta skrefið í að hvetja fólk til þess að koma dagblöðum í endurvinnslu. Jón Kaldal ristjórsti Fréttablaðsins segir töskunni ætlað að þjóna hvaða dagblöðum sem er sem og ýmsum auglýsingapósti. „Þessi taska er hugsuð sem blaðakarfa og var mikið lagt í hönnunina á henni. Hún fer ágætlega á heimilum og er ekki ætlað að týnast í geymslum eða þvottahúsum fólks. Það er einnig auðvelt að fletta upp í töskunni ef fólki vantar t.d blað síðan í síðustu viku," segir Jón Kaldal en stefnan er að koma um 30.000 töskum út nú um helgina. Verður þeim dreift í Kringlunni, Smáralind, Eiðistorgi og fleiri stöðum. Einnig er hægt að nálgast Blaðberann í höfuðstöðvar 365 í Skaftahlíð 24. Jón segir töluverð verðmæti felast í dagblaðapappír sem er aðallega sendur héðan til Svíþjóðar þar sem hann er notaður í klósett- og eldhúsrúllur. „Við hugsum þetta svolítið einsog með fiskvinnsluna í gamla daga þegar litið var á allskyns slóg sem verðlaust en síðar kom í ljós að í því felast töluverð verðmæti," segir Jón. Hann nefnir einnig að nánast öll íslensk dagblöð séu prentuð á pappír úr sjálfbærum skógum. „Íslensk dagblöð standa því ekki í skógareyðingu því þetta er allt úr svokölluðum nytjaskógum. Fyrir hvert tré sem er fellt fyrir íslenskan dagblaðapappír er plantað nokkrum öðrum trjám."
Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Sjá meira