Lífið

Mannaveiðar enn vinsælasta sjónvarpsefnið

Frá tökum á Mannaveiðum. Mynd/ Reykjavikfilms.
Frá tökum á Mannaveiðum. Mynd/ Reykjavikfilms.

Um 30,5% Íslendinga á aldrinum 12-49 ára, horfðu á Mannaveiðar í Ríkissjónvarpinu í síðustu viku. Þátturinn var vinsælasta sjónvarpsefnið þá vikuna. Litlu færri, eða 30,1%, horfðu á Spaugstofuna.

Vinsælasti þátturinn á Stöð 2 var American Idol með 18,3% áhorf, en 16,6% horfðu á Bandið hans Bubba, miðað við aldurshópinn 12-49 ára.

America´s Next Top Model var vinsælasti þátturinn á Skjá einum með 19,6% áhorf í aldurshópnum 12-49 ára.

Um 18,9% horfðu á fréttir Ríkissjónvarpsins í síðustu viku en 17,2% horfðu á fréttir Stöðvar 2, sé miðað við aldurshópinn 12-49 ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.