Lífið

Bítlakerra bíður tilboða á eBay

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Bjóðið nú.
Bjóðið nú.

Mercedes Benz 560 SEC af árgerð 1990 er nú til sölu á uppboðsvefnum eBay. Vart væri þetta í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að fyrsti eigandi þessa gljásvarta álfelgda þrumufleygs er skráður Richard nokkur Starkey sem mun almenningi betur kunnur undir heitinu Ringo Starr úr hinum nafntoguðu bresku Bítlum.

Boð í kerruna standa eins og er í 9.000 dollurum en uppboðinu lýkur 20. apríl. Nú er því lag að krækja í gullvagn með öllu sem að auki er ekki ekinn nema rúmar 50.000 mílur, um 80.000 kílómetra. Ekki spillir vistvænn V8-stimpilbrunahreyfill að rúmtaki 5,6 lítrar sem eyðir varla dropa og upphituð sæti í vorhretinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.