Lífið

Pete Doherty dópar á afeitrunardeild

Rokkarinn og vandræðabarnið Pete Doherty sér fangavist greinilega ekki sem ástæðu til að taka sig á. Doherty hlaut í síðustu viku 14 vikna dóm fyrir að hafa undir höndum heróín, krakk, hass og ketamín og skrópa ítrekað á lyfjaprófum í kjölfarið.

Pete deilir nú klefa á afeitrunardeild með 28 ára dópsala, og fær meþadón frá læknum fangelsisns til að venja hann af heróíni. Það virðist þó ekki duga til, því samkvæmt heimildum Sun blaðsins hann kaupir dóp af samföngum sínum í gríð og erg.

Samkvæmt sömu heimildum er Pete þó í ágætis málum í fangelsinu. Fangaverðirnir eru ótrúlega hrifinir af honum, og koma úr öllum deildum fangelsisins til að fá eiginhandaráritun hjá rokkaranum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.