Lífið

Siggi Stormur vill rokkara í veðurfréttirnar

Sigríður Elva skrifar
Arnar Már í Bandinu hans Bubba þarf ekki að óttast atvinnuleysi tapi hann fyrir Eyþóri í úrslitaþættinum annað kvöld. Hann lýsti því yfir í þættinum á dögunum að hann langaði að verða veðurfræðingur, og svo virðist sem honum gæti orðið að ósk sinni.

„Ég myndi ráða hann um leið," segir Siggi Stormur, veðurfræðingur Stöðvar 2. „En með því skilyrði að hann taki lagið í beinni öðru hvoru."

Siggi segir það mikinn kost fyrir veðurfræðinga að búa yfir tónlistarhæfileikum. Hann tekur sem dæmi víðfrægt níðlag um stéttina. „Tja, til dæmis eins og þegar Bogomil Font samdi „veðurfræðingar ljúga". Arnar hefði getað botnað það, og þannig kæft slíkan óhróður í fæðingu." segir Siggi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.