Lífið

Tom og Katie slást um Suri

Katie Holmes er að brotna undan álaginu sem fylgir hjónabandi hennar og Toms Cruise. Hún hefur því ákveðið flytja til New York með Suri litlu, en Tom er víst ekki allskostar ánægður með það.

Samkvæmt heimildum Star tímaritsins hefur Katie verið boðið hlutverk á Broadway, og hyggst hún nýta tækifærið til losa sig undan oki eiginmannsins, og fá frí frá hjónabandinu um tíma. Heimildamenn blaðsins segja Tom æfan yfir þessu. Hann hafi því sagt Katie að hún megi alveg fara til New York, en hann komi með.

Þá munu foreldrarnir vera svo uppteknir af baráttunni um barnið að þeir hafa engan tíma fyrir hana, og sjá barnfóstrur því að mestu um hana.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.