Lífið

Nicole Kidman með æluna í hálsinum

Óskarsverðlaun og milljónir í bankanum bjarga manni víst ekki frá óumflýjanlegum líffræðilegum aukaverkunum óléttu. Nicole Kidman upplýsti blaðamenn um þetta á rauða dreglinum á dögunum, þar sem hún sagðist þjást af ofboðslegri morgunógleði.

Kidman á fyrir tvö ættleidd börn, en þetta verður hið fyrsta sem hún gengur með. Hún er komin tæpa sex mánuði á leið, og viðurkenndi einnig að hún kviði því að ástandið gæti versnað, þar sem hún hefði heyrt að síðustu þrír mánuðirnir gætu verið hörkuvinna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.