Lífið

John Mayer og Jennifer Aniston hætt saman

Leikkonan Jennifer Aniston og popparinn John Mayer eru hætt saman, samkvæmt heimildum People tímaritsins. Haft er eftir vinum Aniston að þau hafi notið sambandsins, sem hófst í apríl, en þau séu hinsvegar á ólíkum stöðum í lífinu núna. Vinir Mayers segja hinsvegar að ekki sé útilokað að þau taki saman aftur. Söngvarinn endi sambönd sjaldnast almennilega, og sé lengi að jafna sig eftir þau.

Lífið

Isaac Hayes lést úr heilablóðfalli

Banamein sálarkóngsins Isaac Hayes, sem lést á sunnudag, var heilablóðfall, að sögn lögreglu í Memphis. Hayes var ekki krufinn, en læknir hans skráði þetta á dánarvottorð hans. Læknirinn hafði áður meðhöndlað Hayes, sem fékk hjartaáfall fyrir tveimur árum, vegna of hás blóðþrýstings.

Lífið

Strákarnir okkar spila alltaf vel í kreppu

Sigur íslenska handboltalandsliðsins á heimsmeisturum Þjóðverja á Ólympíuleikunum í Peking í gær, hefur ekki farið framhjá neinum. Liðið virðist í fínu jafnvægi og er til alls líklegt. Óneitanlega fara menn að velta fyrri sér hver ástæðan fyrir þessu góða gengi sé. Er markvarslan að skipta sköpum? Eru hinar þjóðirnar að spila verr en áður? Eða er Guðmundur að spila rétta taktík?

Lífið

Björn Jörundur stýrði skútu til sigurs

Poppgoðið Björn Jörundur stýrði skútunni Aquarius til sigurs í fjórtándu umferð Reykjavíkurmótsins í siglingum en mótið er haldið hvert þriðjudagskvöld á sundunum undan Reykjavík.

Lífið

The Dark Knight nær líklegast ekki að skáka Titanic

Þrátt fyrir að nýja kvikmyndin um ævintýri Leðurblökumannsins, The Dark Knight, hafi slegið hvert aðsóknarmetið á fætur öðrum verður að teljast ólíklegt að myndin slái met stórmyndarinnar Titanic, sem kom út árið 1997, um heildartekjur vegna miðasölu.

Lífið

Boris Becker trúlofast eftir mánaðar kynni

Tennisleikarinn Boris Becker, sem er 40 ára gamall, er staddur ásamt unnustu sinni hinni 24 ára gömlu Alessöndru sem er dóttir fyrrverandi umboðsmanns kappans á Sardiníu. Umboðsmaðurinn, Axel Meyer-Wolden, lést árið 1997.

Lífið

Queen Raquela til Bandaríkjanna

Kvikmynd Ólafs Jóhannessonar, The Amazing Truth About Queen Raquela hefur fengið dreifingu í kvikmyndahús í Bandaríkjunum, en myndin hefur farið sigurför á kvikmyndahátíðum á árinu. Hún verður sýnd í fimm borgum í Bandaríkjunum, þ.á.m. New York og Los Angeles, og hefjast sýningar 26. september. Einnig er búið að selja myndina til Noregs, Danmerkur, Grikklands, Póllands og Ísraels.

Lífið

Með of skakkar tennur fyrir Ólympíuleikana

Litla stúlkan sem söng sig inn í hug og hjörtu heimsbyggðarinnar á opnunarhátíð Ólympíuleikanna í Peking söng alls ekki neitt, heldur hreyfði bara varirnar. Stúlkan vakti mikla athygli fyrir „söng“ sinn, og mætti í kjölfarið í viðtöl hjá öllum helstu fjölmiðlum landsins.

Lífið

Barnalán í Shanghai

Þessi litla hnáta er ein þeirra sem á hinn merka fæðingardag 08.08.08. Hún heitir Tara Jiang Atladóttir og er dóttir Atla Más Sveinssonar og Ödu Jiang. Hún fæddist í Shanghait, þar sem pabbi hennar vinnur hjá CCP. Stúlkan á vafalaust hamingjuríka ævi fyrir höndum, enda þykir átta mikil happatala í Kína.

Lífið

Simon Le Bon búttaður - myndir

49 ára Simon Le Bon er staddur ásamt konu sinni, 43 ára Yasmin Le Bon á Ítalíu. Breska pressan dásamar líkama eiginkonu söngvarans sem hefur alið honum þrjár dætur, Amber Rose, Saffron Saharar og Tallulah Pine. Þegar kemur að líkamlegu ástandi söngvarans undrast fjölmiðlar þyngdaraukningu hans í samanburði við glæsilega eiginkonuna sem hann hefur verið hamingjusamlega giftur í 22 ár.

Lífið

Unnur Birna fylgist með hverju smáatriði hjá litlu systur

„Námið er númer eitt þessa dagana. Ég er búin að vera að vinna í lögfræði innheimtunni hjá Glitni í sumar og er að fara á þriðja ár í lögfræði í HR í haust," segir Unnur Birna Vilhjálmsdóttir fyrrverandi Ungfrú heimur þegar Vísir spyr frétta.

Lífið

Ljóðasamkeppni á hrauninu

Fangar á Litla - Hrauni héldu ljóðasamkeppni í Í júní mánuði undir yfirskriftinni ,,Steinn í steininum". Samkeppnin var haldin til heiðurs Steins Steinarrs skálds, en hundrað ára fæðingarafmælis hans er minnst á þessu ári.

Lífið

Vampire Weekend á Airwaves

New York sveitin Vampire Weekend spilar á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni í október ef marka má MySpace-síðu sveitarinnar.

Lífið

Leit að líkum gengur vel

„Líkleitin gengur furðuvel. Ég átti ekki von á viðbrögðum svona snemma," segir Snorri Ásmundsson myndlistamaður, sem auglýsti á dögunum eftir dauðvona fólki til að taka þátt í videoverki að sér látnu. Hann segir nokkra aðila hafa sýnt því áhuga að taka þátt, en málið sé á viðkvæmu stigi. „Það verður þó pottþétt af þessu, ég vona bara að það verði íslendingur."

Lífið