Lífið

Matthew McConaughey með uppeldið á hreinu - myndir

Matthew McConaughey og Levi
Matthew McConaughey og Levi

Leikarinn Matthew McConaughey og kærasta hans til tveggja ára, Camila Alves, eignuðust frumburð sinn 7. júlí síðastliðinn. Drengurinn, sem er fyrsta barn þeirra beggja, hlaut nafnið Levi.

Fæðingin hjá Camilu stóð yfir í 14 tíma samfleytt. „Ég gleymi aldrei þessum 14 klukkustundum því við urðum nánari en áður. Á meðan hríðirnar stóðu yfir dönsuðum við, svitnuðum, hummuðum, hlógum og grétum. Við stóðum þéttingsfast saman á meðan á þessu stóð og það var alveg æðislegt," segir Matthew um fæðingu Levi.

Camila segir drenginn líkjast föður sínum meira með hverjum deginum.

„Við ætlum okkur ekki að haga uppeldinu þannig að pabbinn segir eitt og mamman annað þegar barnið biður um eitthvað. Það er alls ekki gott fyrir barnið," segir Matthew.

Meðfylgjandi myndir eru af fjölskyldunni með nýfæddan Levi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.