Lífið

Einar Bárðar: „Núna er ég kominn heim"

Einar Bárðarson, Garðar Thór Cortes og Carl Machin.
Einar Bárðarson, Garðar Thór Cortes og Carl Machin.

„Ég er hérna með konunni minni og er í sumarleyfi sem byrjaði í byrjun júlí og er bara ennþá í því," svarar Einar Bárðarson þegar Vísir forvitnast hvað hann aðhefst um þessar mundir eftir að hann hætti sem umboðsmaður Garðars Thórs Cortes.

„Við eigum von á barni á allra næstu dögum og höfum það mjög gott. Ég er 36 ára og hef aldrei farið í frí á ævi minni. Það tekur nokkrar vikur að læra að fara í frí," segir Einar sem á fyrir rúmlega tveggja ára dóttur með eiginkonu sinni Áslaugu Thelmu Einarsdóttur.

„Við erum í Keflavík og Grímsnesi til skiptist og slöppum af. Það er sótt að mér úr öllum áttum að fara í hin og þessi verkefni."

Hik er sama og tap Einar!

„Enda hika ég ekki við að vera í fríi," svarar Einar.

Saknar þú Garðars Thórs Cortes?

„Jú, jú ég sakna hans en er núna í einangrun með fjölskyldunni. Ég set bara plötuna hans á fóninn þegar ég sakna hans."

„Annars var þetta (samstarf Einars og Garðars) slitið úr samhengi í fjölmiðlum á sínum tíma því ég á enn plötufyrirtækið. Við vildum fá einhvern annan til að sinna hans málum í útlöndum því ég var búinn að fá nóg af því. Núna er ég kominn heim."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.