Lífið

Unnur Birna fylgist með hverju smáatriði hjá litlu systur

Unnur Birna Vilhjálmsdóttir/MYND Fréttablaðið.
Unnur Birna Vilhjálmsdóttir/MYND Fréttablaðið.

„Námið er númer eitt þessa dagana. Ég er búin að vera að vinna í lögfræði- innheimtunni hjá Glitni í sumar og er að fara á þriðja ár í lögfræði í HR í haust," segir Unnur Birna Vilhjálmsdóttir fyrrverandi Ungfrú heimur þegar Vísir spyr frétta.

„Ég stefni á að útskrifast með BA í vor og síðan tekur masterinn við, sem ég tek að hluta til erlendis."

Fylgist vel með litlu systur

„Litla systir dafnar vel og maður fylgist með hverju smáatriði í þroskaferlinu," svarar Unnur aðspurð um litlu systur hennar, Helgu Sóley Ásgeirsdóttur, sem er 9 mánaða gömul.

„Mamma (Unnur Steinsson) flytur hinsvegar alltaf í Hólminn (Stykkishólm) á sumrin, þannig að ég hef ekki verið eins mikið með Helgu litlu og ég hefði viljað. En við bætum úr því með haustinu," segir hún kát.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.