Lífið

Hollywood framleiðandi kærir Paris Hilton

Paris Hilton
Paris Hilton

Paris Hilton hefur verið kærð af kvikmyndaframleiðanda í Hollywood sem sakar hana um að vanrækja kynningu á DVD kvikmynd sem hún fór með aðalhlutverkið í árið 2006.

Um grínmynd var að ræða sem ber heitið National Lampoon's Pledge This þar sem Paris lék dekraða drottningu.

Framleiðandinn heldur því fram að Paris Hilton hafi ekki staðið við sinn hluta samningsins og því hafi myndin ekki náð neinum vinsældum vestra og fer fram á skaðabætur að upphæð 75,000 dollara.

Meðfylgjandi má sjá Paris sem hefur öðrum hnöppum að hneppa eins og að skemmta sér á Playboy setrinu í gegnsæjum kjól.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.