Lífið

Madonna vill ættleiða annað barn - mynd

Madonna og Merci James.
Madonna og Merci James.

Samkvæmt The Sun hefur söngkonan Madonna síðan árið 2006 unnið að því að ættleiða þriggja ára stúlku sem heitir Mercy James og býr í Malavíu.

Þrátt fyrir háværar raddir um erfiðleika í hjónabandi Madonnu og Guy Ritchie ætlar söngkonan ekki að gefast upp.

Ritchie og Madonna giftu sig í desember fyrir átta árum í Skotlandi og saman eiga þau þrjú börn og er eitt þeirra drengur, David, sem þau ættleiddu árið 2005 frá Malaví.

David í fangi móður sinnar.

,,Að mér best vitandi er hjónaband mitt í góðu lagi," sagði Ritchie í nýlegu viðtali á sjónvarpsstöð BBC.

Amma litlu stúlkunnar er hinsvegar alfarið á móti því að Madonna fái stúlkuna í sína umsjá því hún vill ekki að hún flytji burt frá heimalandinu, Malaví.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.