Lífið

Afturendi Aniston vekur athygli - myndir

Leikkonan Jennifer Aniston, sem er 39 ár gömul, sólar sig á stöndinni Los Cabos í Mexíkó. Hún fær hinsvegar ekki mikið næði því ljósmyndarar sitja um hana allan sólarhringinn.

Lífið

„Dorrit er þvílíkt að leggja á sig," segir Erpur

Tónlistarmaðurinn Erpur Eyvindarson frumsýndi nýtt lag sem nefnist „Stórasta land í heimi" í sjónvarpsþættinum Ísland í dag í gærkvöldi þar sem hann lýsir Dorrit Moussaieff sem „Palestínu-Araba sem talar góða íslensku". „Íslenskumælandi Palestínu-gyðingur eins og Dorrit er þvílíkt að leggja á sig að læra íslensku og það er eitt af því sem ég er mjög ánægður með," segir Erpur þegar Vísir spyr hann út í ummæli hans um forsetafrúna. „Dorrit kemur fram trekk í trekk og er alltaf að verða sleipari sleipari í íslenskunni."

Lífið

Útvarpsmaður opnar hjartað fyrir alþjóð

„Ég ákvað að syngja þetta lag sjálfur bæði vegna þess að það er orðið allt of langt síðan að ég þandi raddböndin síðast," svarar Ívar Halldórsson útvarpsmaður á Bylgjunni og tónlistarmaður þegar Vísir spyr hann út í nýja lagið hans sem er farið að hljóma á öldum ljósvakans og ber heitið: Fullkomna vera.

Lífið

Ekki í tónleikaferð

Söngvarinn Robert Plant hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að hann ætli ekki í tónleikaferð með Led Zeppelin. Orðrómur var uppi um að sveitin ætlaði á túr á næsta ári með Plant innanborðs en ekkert verður af því.

Tónlist

Klassík í hádeginu

Íslenskir tónlistarunnendur hafa nóg við að vera nú í haust og vetur, en um þessar mundir er að hefjast fjöldi tónleikaraða sem munu ylja landsmönnum um hjartarætur í svartasta skammdeginu. Ein slík tónleikaröð hefst á morgun; Klassík í hádeginu nefnist hún og er sprottin af samstarfi SÁÁ, menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs og Nínu Margrétar Grímsdóttur píanóleikara, en hún er listrænn stjórnandi raðarinnar.

Tónlist

Sala áskriftarkorta í Borgarleikhúsinu sjöfaldast

Áskriftarkort Borgarleikhússins hafa rokið út undanfarið og nú hafa um fjögur þúsund manns tryggt sér kort fyrir veturinn. Þetta er sjöfaldur sá fjöldi sem keypti áskriftarkort í fyrra, og munu vera fleiri áskriftarkort en nokkurt íslenskt leikhús hefur selt á einu starfsári. Og það þrátt fyrir að enn séu þrjár vikur eftir af kortasölu leikársins.

Lífið

Britney hress þrátt fyrir kynlífsmyndbandið - útvarpsviðtal

Þrátt fyrir að ljósmyndarinn Adnan Ghalib hafi lýst því opinberlega yfir að hann hafi undir höndum tveggja klukkutíma kynlífsmyndband af Britney Spears sem hann ætlar að selja hæstbjóðanda var Britney hress í útvarpsviðtali við bandarísku útvarpsstöðina Z100 þar sem hún kynnti meðal annars nýja lagið hennar Womanizer.

Lífið

Jónsi er ólíkur okkur

Hljómsveitin Buff er þessa dagana að leggja lokahönd á þriðju breiðskífu sína sem kemur út seinni part október ásamt því að spila stórt hlutverk í þættinum Singing Bee, sem sýndur er á Skjá einum.

Lífið

Myndir af handtöku Heather Locklear

Meðfylgjandi myndir voru teknar af leikkonunni Heather Locklear þegar hún var handtekin um helgina. Heather sat ein í kyrrstæðum bíl sínum undir áhrifum lyfseðilsskyldra lyfja og stoppaði þar með umferð í nágrenni við Los Angeles.

Lífið

Beckham tekur upp pennann

Knattspyrnugoðið David Beckham hefur tekið til við ritun barnabóka og er áætlað að sú fyrsta líti dagsins ljós sumarið 2009.

Lífið

Amiina með nýtt lag

Hljómsveitin Amiina hefur tekið upp eigin útgáfu af lagi bandaríska sveitasöngvarans Lee Hazlewood, Leather and Lace. Síðasta lagið sem Hazlewood tók upp áður en hann lést í fyrra var einmitt Hilli (At the Top of the World) með Amiinu.

Tónlist

Sápukúlur í myndbandi

Listahópurinn The Weird Girls Project leitar nú að kalltæki og tæki sem framleiðir sápukúlur vegna nýs myndbands sem hann ætlar að gera fyrir Emilíönu Torrini.

Tónlist

Bruce spilar á Super Bowl

„Stjórinn" Bruce Springsteen og hljómsveit hans, The E Street Band, mun spila í hálfleik á Super Bowl-úrslitaleik bandaríska ruðningsins í febrúar á næsta ári. Um frábæra kynningu er að ræða fyrir Springsteen enda horfðu rúmlega 148 milljónir Bandaríkjamanna á Tom Petty and the Heartbreakers spila í fyrra.

Tónlist

Ina verðlaunuð

Norski danshöfundurinn Ina Christel Johannessen hlaut í síðustu viku Norsku gagnrýnendaverðlaunin fyrir verk sitt Ömbru sem hún samdi fyrir Íslenska dansflokkinn og dansflokkinn Carte Blanche í samvinnu við Listahátíð í Reykjavík og Listahátíðina í Bergen.

Menning

Fígúra lifði í 500 daga

Verslunin Fígúra fagnar 500 daga afmæli sínu með rýmingarsölu í dag, en dagurinn er sá síðasti sem verslunin verður opin. „Eftir það verðum við eingöngu á myspace á netinu," útskýrir Guðjón Rúnar Emilsson, eigandi verslunarinnar.

Menning

Springsteen rokkar á Superbowl

Greint hefur verið frá því að bandaríski tónlistarmaðurinn Bruce Springsteen mun koma fram í hálfleik þegar úrslitaleikurinn í NFL-deildinni, amerískum fótbolta, fer fram í Flórída í febrúar næst komandi.

Lífið

Hjónin Scarlett og Ryan

Hollywood-stjörnurnar Scarlett Johansson og Ryan Reynolds giftust í gær eins og kom fram á Vísi í morgun. Brúðkaupið fór fram á rólegum stað rétt fyrir utan Vancouver í Kanada en Ryan er kanadískur.

Lífið

Kynlífsmyndband með Britney Spears til sölu

Adnan Ghalib, ljósmyndari sem hefur það að atvinnu að elta Britney Spears og mynda hana, segir í viðtali við tímaritið Heat að hann hafi undir höndum kynlífsmyndband af Britney. Myndbandið, þar sem er Britney er allsnakin með bleika hárkollu á höfði, var tekið þegar þau eyddu saman fríi í Mexíkó.

Lífið

Christina Aguilera með soninn í auglýsingaherferð

Söngkonan Christina Aguilera er meðvituð um mikilvægi þess að ungt fólk noti kosningarétt sinn í komandi kosningum í Bandaríkjunum. Söngkonan hefur ljáð herferðinni sem kallast Rock the vote krafta sína þar sem hún hvetur Bandaríkjamenn til að kjósa. Í herferðinni heldur hún syni sínum, Max, sem er fimm mánaða þegar auglýsingamyndirnar voru teknar.

Lífið

Sofnaði í lýðræðisríki en vaknaði í konungsríki

Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason hefur skrifað grein um fréttir morgunsins sem gengur manna á milli á netinu. Þar segir hann að atburðir morgunsins segi manni að hér starfi hvorki þing né ríkisstjórn. Hann spyr hvar Samfylkingin sé og segir forsætisráðherra hafa gufað endanlega upp um helgina. Hér sé Seðlabankastjóri sem ráði öllu og Silfur Egils sé vettvangur umræðunnar.

Lífið

Sjónvarpsstjarna snýr heim

„Við komum heim í sumar og ég var ráðinn inn á auglýsingadeild Sjónvarpsins sem kemur sér vel þar sem ég er að byrja að skrifa lokaritgerðina mína um RÚV," svarar Hálfdan Steinþórsson fyrrum fjölmiðlamaður þegar Vísir spyr hann frétta.

Lífið

Kisan vekur athygli í New York

Tískuritið Women’s Wear Daily fjallaði um nýja verslun Kisunnar í SoHo í New York í síðustu viku. Ritið er eitt það allra virtasta í tískubransanum og lesið af flestöllum sem í honum starfa. Í greininni er rætt við Þórunni Anspach og Olivier Bremond, eigendur Kisunnar bæði hér heima og í New York, og lýsir blaðamaður WWD Kisunni sem blöndu af „fágaðri Parísartísku og grófum skrautmunum og prjónavörum frá fæðingarlandi Anspach, Íslandi.“

Tíska og hönnun

Hagþenkir deilir út fé

Á fimmtudag var tilkynnt hverjir fengu styrk úr sjóðum Hagþenkis til vinnu og útgáfu hugverka, ritverka og sjónvarpshandrita.

Menning

Óperukór vestur

Óperukór Hafnarfjarðar, undir stjórn óperusöngkonunnar Elínar Óskar Óskarsdóttur, er um þessar mundir ásamt Peter Máté píanóleikara á tónleikaferð um Kanada. Kórinn kemur fram í borgunum Toronto, Ottawa og Mont­real og flytur metnaðarfulla dagskrá; blöndu af íslenskum lögum eftir okkar ástsælu tónskáld bæði eldri og núlifandi. Töluverð eftirvænting hefur ríkt vestra vegna komu kórsins og birtist meðal annars tilkynning um tónleikana á forsíðu Lögbergs-Heimskringlu.

Menning