Lífið

Jónsi er ólíkur okkur

Hannes Heimir Friðbjarnarson trommari. MYND/Rafn Rafnsson.
Hannes Heimir Friðbjarnarson trommari. MYND/Rafn Rafnsson.

Hljómsveitin Buff er þessa dagana að leggja lokahönd á þriðju breiðskífu sína sem kemur út seinni part október ásamt því að spila stórt hlutverk í þættinum Singing Bee, sem sýndur er á Skjá einum.

„Við höfum verið að taka upp á þessa plötu þegar tími gefst til undanfarið ár. Þó meginþorri plötunnar hafi verið tekinn upp í Danmörku í janúar á þessu ári," svarar Hannes Heimir Friðbjarnarson trommari í hljómsveitinni Buff þegar Vísir spyr frétta.

„Undanfarið ár hafa fjögur lög af væntanlegri plötu ratað inn á vinsældarlista og öll þeirra náð töluverðri útvarpsspilun. Það nýjasta heitir: Enginn nema þú."

Hvernig gengur samstarfið við kynni keppninnar? „Samstarfið við Jónsa gengur eins og í sögu, veit ekki hvaða sögu, en hún er góð."

„Við renndum svolítið blint í sjóinn með þetta samstarf, enda aldrei unnið með honum áður, og hann er mjög ólíkur okkur öllum í karakter. En þetta er að ganga upp og erum við allir mestu mátar, gagnkvæm virðing okkar á milli."

„Þættirnir Singing bee verða á dagskrá Skjás 1 fram að jólum, að minnsta kosti. Svo er Buff að spila allar helgar og er bókuð langt fram á veturinn. Það er nóg að gera hjá Buffinu," segir Hannes að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.