Lífið

Williams skemmtir erfingja bresku krúnunnar

Robin Williams.
Robin Williams. MYND/gettyimages

Hollywood-stjarnan Robin Williams mun koma fram á skemmtun í London í tilefni sextugsafmælis Karls Bretaprins. 25 ár eru síðan að Robin tróð seinast upp í Bretlandi.

Gleðigjararnir John Cleese og Rowan Atkinson munu einnig koma fram á umræddri skemmtun sem fer fram í Wimbledon-leikhúsinu í London 12. nóvember.

Ágóði af skemmtuninni rennur til góðgerðasamtaka Karls. Skipuleggjendur lofa miklu stuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.