Lífið

Hjónin Scarlett og Ryan

Leikkonan þokkafulla Scarlett Johansson.
Leikkonan þokkafulla Scarlett Johansson.
Hollywood-stjörnurnar Scarlett Johansson og Ryan Reynolds giftust í gær eins og kom fram á Vísi í morgun. Brúðkaupið fór fram á rólegum stað rétt fyrir utan Vancouver í Kanada en Ryan er kanadískur.

Þau hafa verið saman frá því í febrúar á seinasta ári.

Scarlett sem einungis 23 ára hefur verið ein eftirsóttasta leikkonan í Hollywood undanfarin ár. Einna þekktust er hún fyrir hlutverk sitt í myndinni Lost in Translation þar sem hún lék á móti Bill Murray.

Ryan sem er átta árum eldri lék í þáttunum Two Guys, a Girl and a Pizza Place á árunum 1998 til 2001. Síðan þá hefur hann leikið í myndum á borð við Wan Wilder og Just Friends. Ryan var áður trúlofaður söngkonunni Alanis Morissette.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.