Lífið

„Dorrit er þvílíkt að leggja á sig," segir Erpur

Dorrit Moussaieff og Erpur Eyvindarson.
Dorrit Moussaieff og Erpur Eyvindarson.

Tónlistarmaðurinn Erpur Eyvindarson frumsýndi nýtt lag sem nefnist „Stórasta land í heimi" í sjónvarpsþættinum Ísland í dag í gærkvöldi þar sem hann lýsti Dorrit Moussaieff sem „Palestínu-Araba sem talar góða íslensku".

„Íslenskumælandi Palestínu-gyðingur eins og Dorrit er þvílíkt að leggja á sig að læra íslensku og það er eitt af því sem ég er mjög ánægður með," segir Erpur þegar Vísir spyr hann út í ummæli hans um forsetafrúna.

Forsetahjónin fagna. Mynd/Vilhelm Gunnarsson.

„Dorrit kemur fram trekk í trekk og er alltaf að verða sleipari sleipari í íslenskunni."

„Núna vita allir að ballið er búið og fílingurinn sem var í samfélaginu í öllu góðærinu þegar hetjurnar voru fjármálagæjarnir er á enda. Fólk sér eignir sínar hverfa og lánin hækka. Ég nefni Vigdísi, Jón Pál og Laxness í laginu en þau hafa öll gert okkur stolt," segir Erpur.

„Ég er virkilega ánægður með Dorrit þó hún sé ekkert „issue" þannig heldur eiginlega bara hluti af þessu öllu," segir Erpur.

„Nei ég minnist ekkert á hana í laginu. En þegar Ísland vann silfrið var Óli eina kjötið sem átti heima á sviðinu sem er vel meint á meðan Hanna Birna og þetta lið á alls ekki að vera upp á sviði."

„Það er verið að borga forseta Íslands fyrir að vera sameiningartákn og hann hefur staðið sig vel í því," segir Erpur að lokum.

Myndbandið „Stórasta land í heimi" má sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.