Sofnaði í lýðræðisríki en vaknaði í konungsríki 29. september 2008 13:42 Hallgrímur Helgason. Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason hefur skrifað grein um fréttir morgunsins sem gengur manna á milli á netinu. Þar segir hann að atburðir morgunsins segi manni að hér starfi hvorki þing né ríkisstjórn. Hann spyr hvar Samfylkingin sé og segir forsætisráðherra hafa gufað endanlega upp um helgina. Hér sé Seðlabankastjóri sem ráði öllu og Silfur Egils sé vettvangur umræðunnar. Grein Hallgríms má sjá hér að neðan: „Kæru viðtakendur. Atburðir morgunsins segja manni að hér starfi hvorki þing né ríkisstjórn. Eitt stærsta fyrirtæki landsins er þjóðnýtt í nafni ríkisstjórnar Íslands en forsætisráðherra er ekki í aðalhlutverki heldur situr í farþegasætinu og fjármálaráðherra í aftursætinu ... Og Alþingi er einhverstaðar víðs fjarri. Bara hóað í nokkra þingmenn til að vera vitni að aðgerðinni. Hver fer með æðsta vald á Íslandi? Ein stærsta aðgerð okkar daga er framkvæmd án umræðu, án sýnilegrar aðildar annars ríkisstjórnarflokkanna. Hvar er Samfylkingin? Í Bandaríkjunum hefur umræða um svipaða aðgerð staðið látlaust í tíu daga. Fyrir opnum tjöldum. Hér er allt í leyni. Og svo er ákvörðuntekin af ... já, af hverjum? - á lokuðum fundi seint um nótt. Minnir óneitanlega á aðra stóra ákvörðun, sem tveir menn tóku fyrir nokkrum árum. Til hvers vorum við að kjósa fyrir rúmu ári síðan? Geir gufaði endanlega upp sem forsætisráðherra um helgina. Hér er hvorki starfandi þing né ríkisstjórn. Við erum bara með Seðlabankastjóra, sem ræður, og Silfur Egils, fyrir umræðuna. Svo bætast við sögur um að Glitnir hefði beðið um aðstoð Seðlabanka í síðustu viku en DO neitað honum um það, nema hann fengi að yfirtaka bankann. Davíð yfirtekur banka Baugs ... Hversu traustvekjandi aðgerð er það? Ekki mjög, eftir að stjórnarformaður Glitnis talar í viðtali við Stöð 2 eins og bankanum hafi verið rænt af sér. Á meðan birtist viðskiptaráðherra dreyrrauður í viðtali við sömu stöð og talar eins og hlutlaus áhorfandi. "Með þessu er ríkisstjórnin að sýna að hún lætur ekki banka fara í þrot." Hann hefði fremur átt að segja: "Með þessu sjáum við að Samfylkingin hefur engin áhrif í ríkisstjórn sem að auki er í vasa Seðlabankastjóra." Í hádegisfréttum RUV sagði svo Davíð: "Seðlabankanum verður svo bætt þetta upp með ákvörðun Alþingis, væntanlega." Já, væntanlega. Hver ræður á Íslandi í dag? Ég get ekki betur séð en að ríkisstjórnin sé ónýt. Seðlabankinn hefureignast 75% hlut í henni. Ég sofnaði í lýðræðisríki í gærkvöldi en vaknaði í konungsríki í morgun. Með kveðju - HH" Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Sjá meira
Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason hefur skrifað grein um fréttir morgunsins sem gengur manna á milli á netinu. Þar segir hann að atburðir morgunsins segi manni að hér starfi hvorki þing né ríkisstjórn. Hann spyr hvar Samfylkingin sé og segir forsætisráðherra hafa gufað endanlega upp um helgina. Hér sé Seðlabankastjóri sem ráði öllu og Silfur Egils sé vettvangur umræðunnar. Grein Hallgríms má sjá hér að neðan: „Kæru viðtakendur. Atburðir morgunsins segja manni að hér starfi hvorki þing né ríkisstjórn. Eitt stærsta fyrirtæki landsins er þjóðnýtt í nafni ríkisstjórnar Íslands en forsætisráðherra er ekki í aðalhlutverki heldur situr í farþegasætinu og fjármálaráðherra í aftursætinu ... Og Alþingi er einhverstaðar víðs fjarri. Bara hóað í nokkra þingmenn til að vera vitni að aðgerðinni. Hver fer með æðsta vald á Íslandi? Ein stærsta aðgerð okkar daga er framkvæmd án umræðu, án sýnilegrar aðildar annars ríkisstjórnarflokkanna. Hvar er Samfylkingin? Í Bandaríkjunum hefur umræða um svipaða aðgerð staðið látlaust í tíu daga. Fyrir opnum tjöldum. Hér er allt í leyni. Og svo er ákvörðuntekin af ... já, af hverjum? - á lokuðum fundi seint um nótt. Minnir óneitanlega á aðra stóra ákvörðun, sem tveir menn tóku fyrir nokkrum árum. Til hvers vorum við að kjósa fyrir rúmu ári síðan? Geir gufaði endanlega upp sem forsætisráðherra um helgina. Hér er hvorki starfandi þing né ríkisstjórn. Við erum bara með Seðlabankastjóra, sem ræður, og Silfur Egils, fyrir umræðuna. Svo bætast við sögur um að Glitnir hefði beðið um aðstoð Seðlabanka í síðustu viku en DO neitað honum um það, nema hann fengi að yfirtaka bankann. Davíð yfirtekur banka Baugs ... Hversu traustvekjandi aðgerð er það? Ekki mjög, eftir að stjórnarformaður Glitnis talar í viðtali við Stöð 2 eins og bankanum hafi verið rænt af sér. Á meðan birtist viðskiptaráðherra dreyrrauður í viðtali við sömu stöð og talar eins og hlutlaus áhorfandi. "Með þessu er ríkisstjórnin að sýna að hún lætur ekki banka fara í þrot." Hann hefði fremur átt að segja: "Með þessu sjáum við að Samfylkingin hefur engin áhrif í ríkisstjórn sem að auki er í vasa Seðlabankastjóra." Í hádegisfréttum RUV sagði svo Davíð: "Seðlabankanum verður svo bætt þetta upp með ákvörðun Alþingis, væntanlega." Já, væntanlega. Hver ræður á Íslandi í dag? Ég get ekki betur séð en að ríkisstjórnin sé ónýt. Seðlabankinn hefureignast 75% hlut í henni. Ég sofnaði í lýðræðisríki í gærkvöldi en vaknaði í konungsríki í morgun. Með kveðju - HH"
Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Sjá meira