Greint hefur verið frá því að bandaríski tónlistarmaðurinn Bruce Springsteen mun koma fram í hálfleik þegar úrslitaleikurinn í NFL-deildinni, amerískum fótbolta, fer fram í Flórída í febrúar næst komandi.
Hefð er fyrir því að stjarna komi fram í hléinu en mikið áhorf er á viðburðinn. Í fyrra er talið að 148 milljón áhorfendur hafi fylgst með leiknum og sýningunni í hálfleiknum.
Fyrir fjórum árum tróðu Janet Jackson og Justin Timberlake í hléinu og breytti gjörningur þeirra Bandaríkjunum þegar annað brjóst Janet ,,datt út" og var gert opinbert í örskamma stund.
Bróður hennar - Michael - kom fram í hálfleik fyrir 15 árum. Undanfarin ár hafa Paul McCartney, U2 og Prince verið með þeirra sem troðið hafa upp á Superbowl-leiknum.
Springsteen rokkar á Superbowl
