Lífið

Nýja James Bond lagið - myndband

Alicia Keys, Daniel Craig og Jack White.
Alicia Keys, Daniel Craig og Jack White.

Söngkonan Alicia Keys og tónlistarmaðurinn Jack White sameina krafta sína í titillagi nýju James Bond myndarinnar: Quantum of Solace, með Daniel Craig í aðalhlutverki.

Höfundur lagsins er Jack White og hann leikur á trommur og gítar og hljóðritar lagið sem ber heitið Another Way to Die. Alicia Keys syngur og spilar á píanó.

Sjá myndbandið hér.

Quantum of Solace er beint framhald af Casino Royale; söguþráður hennar á að hefjast um hálftíma eftir að söguþræði fyrri myndarinnar lauk.

Áhorfendur fylgjast með Bond eltast við alþjóðleg glæpasamtök sem urðu völd að dauða ástkonu hans í Casino Royale.

Bond heimsækir fjölda landa, Ítalíu, Austurríki og nokkur lönd í Suður-Ameríku, til þess að hefna sín.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.