Lífið

Keypti sögufræg húsgögn af Hótel Borg

„Þegar Kaninn fór tók hann með sér þau húsgögn sem eitthvað vit var í og kostuðu hugsanlega einhvern pening. Þegar mér buðust þessi antíkhúsgögn frá Hótel Borg og 2009-verðlaginu þá hikaði ég ekki eitt augnablik,“ segir Einar Bárðarson, athafnamaður með meiru, sem rekur Officera-klúbbinn á gamla varnarsvæðinu í Reykjanesbæ.

Lífið

Risavaxin tónleikaferð

Strákabandið Take That er að hefja stærstu tónleikaferð sögunnar í Bretlandi og á Írlandi. Sveitin spilar fyrir meira en milljón áheyrendur á tuttugu tónleikum á hinum ýmsu fótboltaleikvöngum.

Lífið

Kitty til liðs við Agent Fresco

„Ég er búin að vera að skipuleggja þetta síðustu fjóra mánuði,“ segir Kitty von Sometime, forsprakki Weird Girls Project, um tökur á tónlistarmyndbandi sem fer fram í dag fyrir hljómsveitina Agent Fresco.

Lífið

Frægir Íslendingar í fíling - myndir

Á meðfylgjandi myndum sem Klara Karlsdóttir ljósmyndari tók má sjá Krumma Björgvinsson tónlistarmann, Benjamín Þór Þorgrímsson vaxtarræktarfrömuð, Egil Rafnsson trommuleikara og Hauk Heiðar.

Lífið

Arnþrúður og Jónína grafa stríðsöxina á Útvarpi Sögu

„Ég er fyrst og fremst ánægð með hversu þættirnir eru góðir hjá henni. Þetta er bráðsniðug og skemmtileg nýjung [detox] sem hún hefur komið með til landsins. Mér veitti ekki af því. Já, ég reikna frekar með því að fara í detox,“ segir útvarpsstjórinn Arnþrúður Karlsdóttir á Sögu.

Lífið

Messar um nýsköpun

Jeff Taylor, stofnandi stærstu atvinnumiðlunar í heimi Monster.com er staddur á Íslandi. Jeff kom til landsins í morgun frá Boston í Bandaríkjunum, en hann er hingað kominn til að tala á nýsköpunarmessunni Start09, sem fram fer á morgun, föstudag, í Borgarleikhúsinu.

Lífið

Pilsner í boði Rauða Krossins

Steinþór Steingrímsson og Ölvir Gíslason, höfundar spurningaspilsins Spurt að leikslokum sem kemur út á morgun, halda spurningakeppni í Rauða kross-húsinu í Borgartúni sama dag.

Lífið

Pinewood brýtur blað

Breska kvikmyndaverið Pinewood hyggst brjóta blað í sögunni með 200 milljóna punda framkvæmdum sínum í Buckinghamskíri. Pinewood hefur sótt um byggingarleyfi fyrir nýju kvikmyndaveri og breski kvikmyndaheimurinn heldur niðri í sér andanum.

Lífið

Laxness loks út á arabísku

„Það var mjög sérstakt að skipta við hinn arabíska heim og þeir voru með ýmsar tiktúrur í sambandi við innihald bókanna sem þeir gefa út,“ segir Hólmfríður Matthíasdóttir hjá réttindastofu Forlagsins.

Lífið

Sluppu við þjófavarnarkerfið

Tökur á stuttmyndinni Imagination fóru fram í Hagaskóla um hvítasunnuhelgina og heppnuðust vel. „Við náðum að klára klukkutíma áður en þjófavarnarkerfið fór í gang í skólanum. Við vorum alveg á mörkunum en náðum að klára þetta sem betur fer,“ segir Steinar Jónsson, hinn ungi leikstjóri myndarinnar.

Lífið

Ólafur Darri orðheppnastur

Lokahóf leikaraboltans svokallaða var haldið á Catalinu í Kópavogi, annan í hvítasunnu. Fögnuðu leikarar þar góðu ári í Fífunni þar sem þeir etja kappi í fótbolta, stundum eftir leikhúsum.

Lífið

Á faraldsfæti í allt sumar

Fjöldi íslenskra tónlistarmanna verður á faraldsfæti í sumar. Á meðal viðkomustaða eru tvær af stærstu tónlistarhátíðum Evrópu, Hróarskelda og Glastonbury.

Lífið

Óverjanleg staða Rúnars í Grímunefnd

Leiklistarverðlaunin Gríman eru í hálfgerðu uppnámi eftir að upp komst að Rúnar Guðbrandsson, leikstjóri og höfundur sýningarinnar Steinar í djúpinu, sat í valnefnd Grímunnar. Rúnar hefur sagt af sér og beðið þess að atkvæði hans verði gerð ógild:

Lífið

Fjölþjóðleg súpa á menningarhátíð

„Menningarhátíðin er haldin í miðri Íslandskreppunni og því hefðbundinni grillveislu slaufað. Súpueldhús sett upp í staðinn,“ segir Friðrik Indriðason, kynningarfulltrúi menningarhátíðar Grand Rokks.

Lífið

Leikstjórar framtíðarinnar

Kvikmyndahátíðin Stuttmyndadagar í Reykjavík fer fram í Kringlubíói í dag. Hátíðin hefst stundvíslega klukkan 17.30 í Kringlubíói og er aðgangur ókeypis.

Lífið

Myrtur vegna líftryggingar

Gítarsnillingurinn Jimi Hendrix var myrtur af umboðsmanni sínum. Þessu heldur James „Tappy“ Wright, fyrrverandi rótari Hendrix, fram í nýrri bók.

Lífið

Meðlag og fyllibyttublús

Önnur plata Ljótu hálfvitanna er komin út og er hún skírð í höfuðið á sveitinni rétt eins og fyrsta plata. Á meðal laga á nýju plötunni eru Lukkutröllið, sem hefur hljómað töluvert í útvarpi að undanförnu, Stjáni, Fyllibyttublús og Meðlag.

Lífið

Nicholson tekur til í Óskars-hillunni

Jack Nicholson hefur ákveðið að taka við keflinu af gamanleikaranum Bill Murray í kvikmynd eftir James L. Brooks. Myndinni hefur enn ekki verið gefið nafn en er titluð sem Paul Rudd/Reese Witherspoon/Owen Wilson-myndin en hún ku vera rómantísk, væntanlega með smá gríni og glensi inni á milli.

Lífið

Fastagestir í fermingarkyrtlum á menningarhátíð

Menningarhátíð Grand rokk verður sett á morgun, fimmtudag, og að venju er boðið upp á ýmsar uppákomur fram á næsta sunnudagskvöld. Meðal óvenjulegra atriða í ár er ljósmyndasýning Magdalenu Hermannsóttur á fastagestum staðarins í fermingarkyrtlum.

Lífið

Sveppi og Hrafna í Húsdýragarðinum - myndir

20.000 manns gerðu sér glaðan dag á árlegum fjölskyldudegi Stöðvar 2 um helgina enda var margt í boði fyrir alla fjölskylduna. Frítt var í öll tæki og fyrir utan venjulega dagskrá garðsins var glæsileg skemmtidagskrá í boði þar sem fram komu Sveppi og Villi, Skoppa og Skrýtla og Hrafna Idolstjarna.

Lífið

Risa marglytta úr geimnum?

Mynd af risa marglyttu hefur birst á breskum akri í Kingstone Coombes, Oxfordskíri en ekki er vitað hvernig hann komst þangað, það er að segja, hver bjó hann til.

Lífið

Nýfæddur kópur í Húsdýragarðinum - myndir

Það ríkir mikil gleði í Húsdýragarðinum þessa dagana, sem endranær. Það sem gleður þó starfsfólk garðsins, sem og gesti og gangandi sérstaklega, er nýr íbúi. Langselsurtan Esja kæpti nefnilega sprækum kópi í gær.

Lífið

Drekkur bjór og reykir í gjörningi

„Fyrir Íslending eins og mig er frekar heitt. Það er búinn að vera þrjátíu stiga hiti síðustu daga og stefnir víst í brjálað sumar,“ segir Páll Haukur Björnsson, sem er staddur í Feneyjum með Ragnari Kjartanssyni listamanni, fulltrúa Íslands á Feneyjatvíæringnum. Páll vinnur með Ragnari að sýningu hans The End sem stendur yfir í sex mánuði og er einn liður verksins gjörningur þar sem Ragnar málar olíumálverk af Páli sitjandi við síki, drekkandi bjór og reykjandi sígarettur í sundskýlu einni fata.

Lífið