Ellefu ára drengur bjargaði hundinum Neró 4. júní 2009 15:19 Hlynur Almar og Neró. Mynd/ Úr einkasafni Ellefu ára drengur reyndist hetja Dobermann hvolps sem týndist í síðustu viku. Dobermann hvolpurinn Neró týndist í Innri Njarðvík miðvikudagskvöldið 27. maí, á eins árs afmælisdegi sínum þegar hann var í pössun. Mikil leit hófst um leið og voru sumir að frá morgni til kvölds. Hlynur Almar Sölvason, ellefu ára piltur úr Keflavík fann svo hundinn á sunnudagskvöldið. Hann og móðir hans, María Magnúsdóttir, fóru þá að leita að Neró en þau höfðu tekið þátt í leitinni áður. Að sögn Maríu móður Hlyns Almars voru þau harðákveðin í að finna Neró þetta kvöld því hann væri örugglega orðinn þrekaður. Þau leituðu meðfram Reykjanesbraut, fóru alla strandlengjuna og enduðu í Helguvík. Þegar til Helguvíkur kom hrópaði Hlynur Almar: „Ég sé Neró!" Hann hafði fundið hundinn. „Við höfðum kippt með okkur pylsupakka til að lokka hann til okkar. Það tókst vel með pylsunum og alls konar látbragði," segir María Magnúsdóttir, móðir Hlyns. Neró var kaldur, hrakinn, svangur og með blóðuga þófa. „Við munum aldrei gleyma viðbrögðum og þakklæti eigandans sem hafði leitað að Neró stöðugt í fjóra sólarhringa, þvílíkir fagnaðarfundir," segir María. Eljan í Hlyni Almari var ótrúleg að sögn Maríu, hundinn skyldi hann finna. María og Hlynur eru hundaeigendur og miklir dýravinir. Jana Kristín eigandi hundsins vill koma á framfæri sérstöku þakklæti til Hlyns Almars og Maríu svo og til allra sem lögðu mikið á sig til að leita að Neró. „Það er frábært þegar fólk sýnir svona mikla samstöðu og samstarfsvilja, svona á þetta að vera. Hundurinn er eins og einn af fjölskyldunni," segir Jana Kristin hin sælasta með að hafa endurheimt Neró. Mest lesið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira
Ellefu ára drengur reyndist hetja Dobermann hvolps sem týndist í síðustu viku. Dobermann hvolpurinn Neró týndist í Innri Njarðvík miðvikudagskvöldið 27. maí, á eins árs afmælisdegi sínum þegar hann var í pössun. Mikil leit hófst um leið og voru sumir að frá morgni til kvölds. Hlynur Almar Sölvason, ellefu ára piltur úr Keflavík fann svo hundinn á sunnudagskvöldið. Hann og móðir hans, María Magnúsdóttir, fóru þá að leita að Neró en þau höfðu tekið þátt í leitinni áður. Að sögn Maríu móður Hlyns Almars voru þau harðákveðin í að finna Neró þetta kvöld því hann væri örugglega orðinn þrekaður. Þau leituðu meðfram Reykjanesbraut, fóru alla strandlengjuna og enduðu í Helguvík. Þegar til Helguvíkur kom hrópaði Hlynur Almar: „Ég sé Neró!" Hann hafði fundið hundinn. „Við höfðum kippt með okkur pylsupakka til að lokka hann til okkar. Það tókst vel með pylsunum og alls konar látbragði," segir María Magnúsdóttir, móðir Hlyns. Neró var kaldur, hrakinn, svangur og með blóðuga þófa. „Við munum aldrei gleyma viðbrögðum og þakklæti eigandans sem hafði leitað að Neró stöðugt í fjóra sólarhringa, þvílíkir fagnaðarfundir," segir María. Eljan í Hlyni Almari var ótrúleg að sögn Maríu, hundinn skyldi hann finna. María og Hlynur eru hundaeigendur og miklir dýravinir. Jana Kristín eigandi hundsins vill koma á framfæri sérstöku þakklæti til Hlyns Almars og Maríu svo og til allra sem lögðu mikið á sig til að leita að Neró. „Það er frábært þegar fólk sýnir svona mikla samstöðu og samstarfsvilja, svona á þetta að vera. Hundurinn er eins og einn af fjölskyldunni," segir Jana Kristin hin sælasta með að hafa endurheimt Neró.
Mest lesið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira