Lífið

Fjölþjóðleg súpa á menningarhátíð

frá setningu menningarhátíðar Grand rokks 2006 Ómar Stefánsson myndlistarmaður og Andrea Gylfadóttir, stjórnandi Sólsnípna, stúlknakórs Grand Rokks.fréttablaðið/valli
frá setningu menningarhátíðar Grand rokks 2006 Ómar Stefánsson myndlistarmaður og Andrea Gylfadóttir, stjórnandi Sólsnípna, stúlknakórs Grand Rokks.fréttablaðið/valli

„Menningarhátíðin er haldin í miðri Íslandskreppunni og því hefðbundinni grillveislu slaufað. Súpueldhús sett upp í staðinn,“ segir Friðrik Indriðason, kynningarfulltrúi menningarhátíðar Grand Rokks.

Sjöunda árið í röð blæs menningarknæpan til menningarhátíðar sem hefst í kvöld og umrætt súpueldhúsið er með alþjóðlegu sniði.

„Byrjað verður á klassískri kjötsúpu nema uxahalar verða í stað lambakjöts, þá danskættuð baunasúpa, danske ærter, og svo er það bors – rauðrófu­­súpa.“

Friðrik á ekki í nokkrum erfiðleikum með að þylja upp nafntogaða Íslendinga sem koma að hátíðinni.

„Andrea Gylfadóttir stjórnar stúlknakór Grand Rokks en hann kallast Sólsnípurnar, Birna Þórðardóttir fer fyrir menningargöngum og Bragi bóksali Kristjónsson stýrir bókauppboði.“

Að sögn Friðriks verða tónleikar meðan hátíðin varir og kemur hljómsveitin Gæðablóð, skipuð þeim Kormáki Bragasyni, Magnúsi Einarssyni, Tómasi Tómassyni og Hallgrími vélstjóra fram.

Leikhópurinn Peðið, sem á varnarþing á Grand Rokki sýnir einþáttunginn Komið og farið eftir Samúel Beckett í leikstjórn Guðjóns Sigvaldasonar.“- jbg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.