Lífið

Höfðar mál gegn Bruno

bruno
bruno

Bandarísk kona hefur höfðað mál gegn framleiðendum gamanmyndarinnar Bruno sem kemur út 10. júlí.

Hún segist hafa verið bundin hjólastól eftir viðskipti sín við Bruno, samkynhneigða persónu Sacha Baron Cohen, á bingó­kvöldi í borginni Palmdale í Kaliforníu.

Krefst hún um þriggja milljóna króna í skaðabætur. Samkvæmt málshöfðuninni ýtti Bruno henni með þeim afleiðingum að hún datt á gólfið. Í framhaldinu „réðust“ á hana nokkrir myndatökumenn sem vildu festa viðbrögð hennar á filmu. Konan segist hafa rotast og fengið heilablæðingu.

Frá því atvikið átti sér stað árið 2007 hafi hún verið bundin hjólastól.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.