Lífið

Drekkur bjór og reykir í gjörningi

Gjörningur og skúlptúr Páll Haukur mun sitja fyrir á sundskýlunni næstu mánuðina, reykjandi og drekkandi bjór á meðan Ragnar málar af honum olíumálverk.
Gjörningur og skúlptúr Páll Haukur mun sitja fyrir á sundskýlunni næstu mánuðina, reykjandi og drekkandi bjór á meðan Ragnar málar af honum olíumálverk.

„Fyrir Íslending eins og mig er frekar heitt. Það er búinn að vera þrjátíu stiga hiti síðustu daga og stefnir víst í brjálað sumar,“ segir Páll Haukur Björnsson, sem er staddur í Feneyjum með Ragnari Kjartanssyni listamanni, fulltrúa Íslands á Feneyjatvíæringnum. Páll vinnur með Ragnari að sýningu hans The End sem stendur yfir í sex mánuði og er einn liður verksins gjörningur þar sem Ragnar málar olíumálverk af Páli sitjandi við síki, drekkandi bjór og reykjandi sígarettur í sundskýlu einni fata.

Aðspurður segir Páll verkið vera hálfgerðan skúlptúr. „Við miðum við að ná einu málverki á dag, en senan stækkar alltaf og stækkar og það fyllist allt af bjórflöskum, málverkum og sígarettustubbum. Þetta er rosalega langt og á örugglega eftir að taka heilan helling á, en þetta er rosalega spennandi,“ útskýrir Páll og segir þá félaga hafa verið önnum kafna frá því að þeir komu til Feneyja í síðustu viku.

„Þetta er búin að vera hörkuvinna að mála veggi, smíða og setja upp vídeóinnsetninguna, svo við höfum ekki ennþá náð að upplifa týpíska Feneyja-sumarfrísstemningu. Það er rosa spenna og stress í mannskapnum núna fyrir opnuninni, en það verður foropnun 3. júní fyrir blaðamenn og svo verður tvíæringurinn opnaður með öllum herlegheitunum 6. júní fyrir almenningi,“ segir Páll. Sýningin stendur yfir til 22. nóvember.- ag






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.