Lífið

Robert Redford í hnapphelduna

Hinn 72 ára gamli stórleikari, Robert Redford, er genginn í hnapphelduna. Hann játaðist konu sinni, hinni þýsku Sibylle Szaggars, í Hamborg um síðustu helgi, eftir því sem Hamburger Abendblatt greinir frá. Því fylgir sögunni að Redford sé ágætlega að sér í þýsku og því hafi athöfnin getað farið fram á þýsku.

Lífið

Kurr Amiinu ómar í nýjustu mynd Moodyssons

Tónlist eftir hljómsveitina Amiinu hljómar víða í nýjustu kvikmynd Lukas Moodysson sem er nú í kvikmyndahúsum víða um heim. Myndin er fyrsta kvikmynd Moodysson á enskri tungu og fara þar stórstjörnur á borð við Michelle Williams og Gael Garcia Bernal með aðalhlutverk.

Lífið

Sumargleði Kimi hefst

Sumargleði Kimi Records verður haldin í annað sinn nú í sumar. Hátíðin verður haldin í tveimur hlutum og hefst sá fyrri í dag á skemmtistaðnum Paddy's í Keflavík og endar sunnudaginn 19. júlí á Gamla bauk á Húsavík.

Lífið

Sent með Fed-Ex frá Berlín

Þriðju útgáfu sjónritsins Rafskinnu, sem er fyrsta íslenska tímaritið sem gefið er út á mynddiski, verður fagnað með lítilli útihátíð í dag. Þemað í þetta sinn er í anda kreppunnar og gengur út á endurvinnslu og endurútgáfu.

Lífið

Á lausu á ný

Söngkonan Jessica Simpson og kærasti hennar til tveggja ára, ruðningskappinn Tony Romo, hafa slitið sambandi sínu. Samkvæmt heimildarmanni á Tony að hafa hætt með söngkonunni kvöldið fyrir afmælið hennar.

Lífið

Orsök dauða Jackson liggja fyrir á næstu dögum

Nákvæm orsök dauða Michaels Jackson munu liggja fyrir á næstu dögum þegar niðurstöður úr eiturefnaprófunum liggja fyrir. Aðstoðardánardómstjórinn Ed Winter segir að niðurstöður sumra prófa sem gerð voru á Jackson þegar liggja fyrir. Aðrar niðurstöður munu liggja fyrir í lok þessarar viku eða í byrjun þeirrar næstu.

Lífið

Bætti á sig fyrir brúðkaupið

„Ég bætti á mig sjö kílóum fyrir brúðkaupið mitt, þannig að ég held að ég sé eina manneskjan í heiminum sem sleppti af sér beislinu fyrir stóra daginn," segir Sandra Bullock og hlær í samtali við You tímaritið.

Lífið

Bitist um Guð blessi Ísland

„Það á náttúrulega enginn einkarétt á setningunni „Guð blessi Ísland“. En það er vandræðalegt að bæði verkin beri sama nafn,“ segir Símon Birgisson, leikskáld og listnemi.

Lífið

Sagan á bak við Grafík-ábreiðu Ourlives

„Þetta er einhver vinsælasta hljómsveitin á Íslandi. En það halda bara allir að þetta sé útlensk hljómsveit,“ segir Barði Jóhannsson. Hann hefur verið í stúdíóinu að undanförnu, sem oftar, og var nú síðast að vinna með hljómsveitinni Ourlives, sem skipuð er þeim Jóni Birni Árnasyni, Leifi Kristinssyni, Eiði Ágústi Kristjánssyni og Garðari Borþórssyni og svo tónlistarmanninum Togga.

Lífið

Ný plötuútgáfa stelur senunni

Steinþór Helgi Arnsteinsson, Guðmundur Kristinn Jónsson, betur þekktur sem Kiddi úr Hjálmum og Baldvin Esra Einarsson hafa stofnað nýtt plötufyrirtæki sem ber nafnið Hljómplötuútgáfan Borgin.

Lífið

Krían gerir Bolvíkinga rauðhærða

„Nei, hún er ekki að gera okkur gráhærð. Hún er að gera okkur rauðhærð. Hún heggur og þá rennur rautt,“ segir Halla Signý Kristjánsdóttir fjármálastjóri Bolungarvíkurkaupstaðar.

Lífið

Endalaus vinna

Ævintýramaðurinn og ferðafrömuðurinn Jón Heiðar Andrésson hefur með óþrjótandi dugnaði náð að byggja upp ferðaveldið Arctic Adventures sem býður upp á ýmsar skemmtilegar ævintýraferðir líkt og jöklaferðir, flúðasiglingar í Hvítá og köfun í gjánni Silfru.

Lífið

Natalie Portman leikur í mynd um Þór

Star Wars stjarnan Natalie Portman hefur ákveðið að taka að sér hlutverk í mynd sem byggir á norræna guðnum Þór. Myndin fjallar um það þegar Þór er sendur til jarðarinnar og er gert að búa meðal manna.

Lífið

Hópdans í Stokkhólmi til heiðurs Jackson

Mangnað myndskeið er að finna á netinu þar sem fjöldi fólks dansar á Sergels torgi í Stokkhólmi við lagið Beat it. Í sama myndskeiði má sjá sama hóp endurtaka leikinn á aðal lestarstöð borgarinnar.

Lífið

Ganga til liðs við Desperate Housewives

Jeffrey Nordling og Beau Mirchoff hafa gengið til liðs við leikarateymið í Desperate Housewives. Í Hollywood Reporter kemur fram að parið muni leika hluta af fjölskyldu Drea De Matteo. Nordling mun leika faðirinn, Nick Vitale, en Mirchoff mun leika son hans. Nýlega var svo tilkynnt Andrea Bowen muni snúa aftur í þættina og leika Julie, dóttur Susan Mayer´s.

Lífið

Michael Jackson var hommi

Michael Jackson átti nokkra samkynhneigða elskhuga. Þessu er haldið fram í nýútkominni bók sem ber heitið The Final years of Michael Jackson og er skrifuð af manni að Ian Helperin. Í bókinni er því haldið fram að bókstaflega allir í kringum konunginn hafi vitað af samkynhneigð hans. Þá er sagt að hann hafi átt til að laumast út á kvöldin, klæddur eins og kona, til að hitta elskhugana.

Lífið

Íslendingur hannar útlit stórmyndar

Hvað eiga kvikmyndir á borð við Hrafninn flýgur og Hvíti víkingurinn sameiginlegt með stórmyndinni The Hurt Locker sem nú er til sýninga í íslenskum kvikmyndahúsum?

Lífið

Breska krúnan verðlaunar Robert Plant

Robert Plant, liðsmaður hljómsveitarinnar Led Zeppelin, hlaut í gær heiðursviðurkenningu bresku krúnunnar fyrir framlag sitt til breskrar dægurmenningar. Karl Bretaprins afhenti tónlistarmanninum viðurkenninguna við hátíðlega athöfn í Konungshöllinni.

Lífið

Carrey verður brátt afi

Kanadíski leikarinn og stórstjarnan Jim Carrey hefur opinberað að hann verður brátt afi en 21 árs gömul dóttir hans, Jane, er ólétt. „Ég er mjög spenntur. Jane á eftir að verða frábær mamma,“ er haft eftir leikaranum.

Lífið

Jodie leikstýrir Mel

Óskarsverðlaunahafinn og bandaríska leikkonan Jodie Foster mun að öllum líkindum leikstýra öðrum óskarverðlaunahafa, Mel Gibson, í kvikmynd um þungalyndan mann. Undanfarin ár hefur Mel tekið því rólega en þetta verður önnur myndin á fimm árum sem hann leikur í.

Lífið

Jordan brjáluð út í Peter Andre

Fyrirsætan Katie Price, eða Jordan eins og hún er líka kölluð, er allt annað en ánægð með að fráfarandi eiginmaður hennar Peter Andre fari fram á fullt forræði yfir börnum þeirra.

Lífið