Lífið

Carrey verður brátt afi

Kanadíski leikarinn og stórstjarnan Jim Carrey hefur opinberað að hann verður brátt afi en 21 árs gömul dóttir hans, Jane, er ólétt.

„Ég er mjög spenntur. Jane á eftir að verða frábær mamma," er haft eftir leikaranum.

Jim á Jane með Melissu Womer en leiðir þeirra skildu áður en hann giftist leikkonunni Lauren Holly sem hann kynntist við tökur á gamanmyndinni Dumb and Dumber árið 1995. Núverandi eiginkona hans er Jenny McCarthy.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.