Lífið

Fyrrum þingmaður sigraði sjósund með yfirburðum

Sigurjón átti sæti á Alþingi fyrir Frjálslynda flokkinn á árunum 2003 til 2007.
Sigurjón átti sæti á Alþingi fyrir Frjálslynda flokkinn á árunum 2003 til 2007.
Sigurjón Þórðarson, formaður Ungmennasambands Skagafjarðar og fyrrverandi þingmaður, sigraði í sjósundi á landsmóti Ungmennafélags Íslands í gær. Mótinu var slitið fyrr í dag.

Sigurjón synti á 29,57 mínútum og sigraði með nokkrum yfirburðum en næsti maður synti á 31,15 mínútum.

Sigurjón átti sæti á Alþingi fyrir Frjálslynda flokkinn á árunum 2003 til 2007.




Tengdar fréttir

Landsmóti UMFÍ slitið

Landsmóti Ungmennafélags Íslands sem fór fram um helgina á Akureyri var slitið eftir hádegi í dag þegar Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, afhenti Íþróttabandalagi Akureyrar, sigurvegurum mótsins, bikar. Mótið þótti takast einkar vel upp en að auki hefur veður verið afar gott fyrir norðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.