Lífið

Obbosí vandræðagangur

Ljósmyndarar tóku andköf þegar fyrirsætan Tali Lennox, 19 ára, stillti sér upp í einstaklega fallegum Julien Macdonald kjól á Elle style verðlaunahátiðinni sem fram fór í London. Ástæðan var að ekki hafði verið hugað nægilega vel að bakhluta kjólsins en flíkin náði ekki að hylja undirfatnað fyrirsætunnar. Skoða má kjólinn í meðfylgjandi myndasafni.

Lífið

Bandarísk fósturmóðir verður metsöluhöfundur

Skáldsagan Táknmál blómanna eftir bandaríska rithöfundinn Vanessu Diffenbaugh hefur selst til yfir 40 landa víðs vegar um heiminn. Sagan þykir gefa raunsæja innsýn í oft og tíðum kaldranalegan veruleika fósturbarna í Bandaríkjunum. Skáldsagan Táknmál blómanna, eftir bandaríska rithöfundinn Vanessu Diffenbaugh, segir örlagasögu Victoriu, sem elst upp á flækingi milli fósturheimila og stofnana. Þegar hún verður átján ára og þar með komin út úr kerfinu þarf hún að takast á við lífið, ein og án aðstoðar. Hún er illa búin undir það verkefni og rekur sig á ýmsar hindranir á leið sinni að því að verða heil. Sagan af Victoriu hefur verið gefin út í meira en 40 löndum frá því hún kom fyrst út í Þýskalandi í byrjun árs 2011. Það þykir ótrúlegur árangur, enda er bókin fyrsta skáldsaga höfundar.

Menning

Góð sýning fyrir góð börn

Höfundar hafa náð í hinn rétta tón í afar góðri sýningu um ógurlega lífsreynslu drengs. Þessi sýning var áhorfendum samboðin. Þær Charlotte Bøving og Helga Arnalds hafa hér náð, með hjálp Hallveigar og Eivarar, í hinn rétta tón. Það er varla hægt að tala um að takast betur en þegar börnin lifa áfram í ævintýrinu að sýningu lokinni. Hvort sem þau vinna úr afbrýðisemi sinni eður ei!

Gagnrýni

Lindsay Lohan með glæný gleraugu

Leikkonan Lindsay Lohan, 25 ára, og systir hennar Ali Lohan, 18 ára, voru myndaðar á LAX flugvelli í Los Angeles í gær. Ég er algjör engill samanborið við flesta vini mína, lét Lindsay hafa eftir sér. Eins og sjá má á myndunum er leikkonan með ný gleraugu á nefinu með svartri umgjörð.

Lífið

Jolie pósar gengin fjóra mánuði

Leikkonan Angelina Jolie, 36 ára, stillti sér upp í Berlín í Þýskalandi þegar kvikmyndin hennar In The Land Of Blood And Honey var frumsýnd um helgina. Eins og lesa má hér - er leikkonan gengin rúma þrjá mánuði. Um er að ræða sjöunda barn hennar og unnustans, Brad Pitt.

Lífið

Gwyneth í geggjuðum kjól

Leikkonan Gwyneth Paltrow, 39 ára, var stórglæsileg í svörtum Stellu McCartney kjól á Grammy verðlaunahátíðinni í gærkvöldi. Eins og sjá má var hún með hárið tekið aftur og náttúrulega förðuð. Þá má sjá Gwyneth stilla sér upp með söngkonunni Taylor Swift baksviðs.

Lífið

Þessi flutningur fær hárin til að rísa

Í meðfylgjandi myndskeið má sjá og heyra söngkonuna Jennifer Hudson, 30 ára, syngja lagið I Will Always Love You til heiðurs Whitney Houston sem féll frá um helgina aðeins 48 ára gömul...

Lífið

Cronenberg í krísu?

A Dangerous Method er forvitnileg en frásagnargleðinni er ábótavant. Cronenberg var frábær leikstjóri og hefði hann gert myndina fyrir 15 árum hefði hún verið mun groddalegri, en um leið hefði hún líklega verið meira spennandi og listrænt ögrandi. Að þessu sinni vantar einhvern herslumun.

Gagnrýni

Bestu vinkonur í bransanum

Vinkonurnar Katy Perry og Rihanna sátu saman á Grammy verðlaunahátíðinni sem fram fór í Los Angeles í gærkvöldi. Eins og sjá má á myndunum fór vel á með söngkonunum. Katy sem var tilnefnd fyrir bestu plötu ársins, Firework, skemmti sér vel þrátt fyrir að söngkonan Adele hafi farið með sigur af hólmi. Katy var í glæsilegum Gucci síðkjól, Louboutin hælaskóm með blátt litað hárið.

Lífið

Úr fyrirsætustörfum í fyrirtækjarekstur

"Við kynntumst á Indlandi árið 2006 en þá grunaði okkur ekki að við mundum enda á að reka saman fyrirtæki,“ segir Helga Björnsdóttir, annar eigandi Minicards á Íslandi, sem hún rekur ásamt vinkonu sinni Sigríði Hrönn Guðmundsdóttur.

Lífið

David hélt þéttingsfast utan um dóttur sína

Fótboltakappinn David Beckham hélt þéttingsfast utan um dóttur sína, Harper Seven, eins og sjá má á myndunum sem teknar voru af honum og Victoriu þegar þau yfirgáfu veitingahúsið Balthazar í New York í gær. Ef myndirnar eru skoðaðar má greinilega sjá þvöguna sem myndaðist fyrir utan veitingahúsið þar sem fólk beið með símana sína til að mynda fjölskylduna.

Lífið

Þakkaði læknum fyrir röddina

Það var breska söngkonan Adele sem kom sá og sigraði á Grammy verðlaunahátíðinni í gærkvöldi. Eins og sjá má á myndunum var hún glæsileg klædd í svartan kjól. Adele var útnefnd í sex flokkum og vann þá alla en hún fékk m.a. verðlaun fyrir bestu plötu ársins og besta lag ársins. Ég þarf að fá að þakka læknunum sem gáfu mér röddina á ný, sagði Adele í þakkarræðunni í gær.

Lífið

Ekkert sérlega rómantísk

Hvað varðar rómantík þá get ég nú varla sagt að ég sé eitthvað sérlega rómantísk, segir Lísa Einarsdóttir sem heldur tónleika á morgun...

Lífið

Rödd hennar var gjöf frá guði - myndband

Það er alveg ljóst að tónlistarheimurinn er sleginn yfir fráfalli söngdívunnar Whitney Houston. Það var undarlegt andrúmsloftið í veislu vegna Grammy-verðlaunanna sem var haldin á sama hóteli og Houston fannst látin á, aðeins klukkustundum eftir andlátið. Verðlaunin verða hinsvegar afhent í kvöld.

Lífið

Skemmtu sér á hótelinu nokkrum klukkustundum eftir andlát Houston

Það er ekki ofsagt að sýningin verði að halda áfram í skemmtanabransanum. Þannig mættu stjörnurnar til þess að skemmta sér á sama hótelið og Whitney Houston fannst látin á, aðeins nokkrum klukkustundum eftir andlát hennar. Um var að ræða fyrirpartý vegna Grammy verðlaunanna sem fram fara í kvöld.

Lífið

Whitney Houston 1963-2012

Meðfylgjandi má sjá myndasyrpu af söngkonunni Whitney Houston sem lest í gær, 48 ára að aldri. Whitney var ein dáðasta söngkona heims og hlaut fjölda verðlauna fyrir söng sinn. Hún átti lengi við vímuefnavanda að stríða og fór síðast í meðferð í fyrra. Whitney lætur eftir sig eina dóttur, Bobbi Kristina, sem hún átti með fyrrverandi eiginmanni sínum, Bobby Brown.

Lífið

Scarlett í sólbaði með nýjum kærasta

Leikkonan Scarlett Johansson, 27 ára, og kærasti hennar, athafnamaðurinn Nate Naylor , 38 ára, eru stödd á Hawaii. Eins og sjá má á myndunum sleikja þau sólina saman ásamt vinkonu...

Lífið

Baksviðs í Eurovision

Meðfylgjandi má sjá myndir sem teknar voru baksviðs á Söngvakeppni Sjónvarpsins sem fram fór í Hörpu í gærkvöldi. Lagið Mundu eftir mér, eftir Gretu Salóme Stefánsdóttur, sem er aðeins 25 ára gömul sigraði. Í öðru sæti var lagið Stattu Upp eftir Ingólf Þórarinsson og Axel Árnason.

Lífið

Sigur Rós á fullu

Jónsi og félagar í Sigur Rós hafa bókað sig á tónlistarhátíðirnar Summer Sonic í Japan sem verður haldin 18. og 19. ágúst og á Winterthur í Sviss sem verður haldin viku síðar.

Lífið

Gói klikkar ekki frekar en fyrri daginn

Leikarinn Gói, sem heitir réttu nafni, Guðjón Davíð Karlsson og kollegi hans, leikarinn Þröstur Leo Gunnarsson, vöktu mikla lukku áhorfenda á frumsýningu leikverksins Gói og Baunagrasið í Borgarleikhúsinu í dag. Félagarnir héldu unga fólkinu og ekki síður fullorðna fólkinu við efnið í þessari frábæru barnasýningu. Meðfylgjandi myndir voru teknar fyrir og eftir sýninguna. Sjá meira um Góa og Baunagrasið hér - heimasíða Borgarleikhússins.

Lífið