Lífið

Rödd hennar var gjöf frá guði - myndband

Það er alveg ljóst að tónlistarheimurinn er sleginn yfir fráfalli söngdívunnar Whitney Houston. Það var undarlegt andrúmsloftið í veislu vegna Grammy-verðlaunanna sem var haldin á sama hóteli og Houston fannst látin á, aðeins klukkustundum eftir andlátið. Verðlaunin verða hinsvegar afhent í kvöld.

Tónlistarkonan Alicia Keys tók lagið og sagðist hafa alist upp við að dást að Houston úr fjarlægð. Tónlistarmógúllinn P-Diddy sagði rödd Houston hafa verið ótrúlega.

„Hún var gjöf frá guði," bætti hann við.

Hægt er að horfa á myndbandið frá uppákomunni í gærkvöldi hér fyrir ofan. Reyndar var veislan nokkuð umdeild en fjölmargar stjörnur sátu heima og fannst ekki við hæfi að skemmta sér á hótelinu þar sem dívan fannst látin nokkrum klukkustundum áður.

Houston var 48 ára gömlu þegar hún lést. Talið er að hún hafi drukknað í baðkari á hótelherbergi sínu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.