Lífið

Ekkert sérlega rómantísk

Lísa Einarsdóttir.
Lísa Einarsdóttir.
Sú hugmynd kom upp í haust að heiðra Fleetwood Mac. Þetta er merkileg hljómsveit fyrir þær sakir að nánast allt sem getur komið fyrir hjá einni hljómsveit hefur komið fyrir Fleetood Mac, segir Lísa Einarsdóttir söngkona sem heldur tónleika tileinkaða fyrrnefndri hljómsveit á veitingahúsinu Café Rosenberg, Klapparstíg, á morgun þriðjudaginn 14. febrúar, sem er sjálfur Valentínusardagur.

Hljómsveitin er búin að vera starfandi með mannabreytingum frá árinu 1967 og því er lagalistinn langur. Við ákváðum að taka vinsælustu lögin þeirra enda einungis um eina kvöldstund að ræða og því ómögulegt að fara í gegnum allan lagalistann. Með mér við hljóðnemann verður Elvar Örn Friðriksson en auk þess að vera með frábært band á bakvið okkur þá ætlar hún Ingunn Hlín Friðriksdóttir að hjálpa okkur með bakraddir.

Ekkert sérstaklega rómantísk sjálf

Sjálf held ég ekki upp á Valentínusardaginn enda er þetta frekar bandarískur siður þ.e.a.s. að halda upp á Valentínusardaginn. Hvað varðar rómantík þá get ég nú varla sagt að ég sé eitthvað sérlega rómantísk. Ég held að ég hafi nærri aldrei gefið unnustanum mínum neitt á bóndadaginn. Ætli ég þurfi ekki að bæta úr því.

Unnustinn fílar Fleetwood Mac líka

Unnustinn minn er duglegur að mæta og styðja mig þegar ég er að koma einhversstaðar fram og svo er Fleetwood Mac í miklu uppáhaldi hjá honum sem og mér. Svo ég yrði nú hissa ef hann myndi ekki koma og horfa á.

Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og er miðaverð einungis 1000 krónur sem er auðvitað gjöf en ekki gjald og ódýrara heldur en að skella sér á bíó, segir Lísa áður en kvatt er.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.