Cronenberg í krísu? Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 13. febrúar 2012 12:30 Bíó. A Dangerous Method. Leikstjórn: David Cronenberg. Leikarar: Michael Fassbender, Viggo Mortensen, Keira Knightley, Vincent Cassel, Sarah Gadon. Árið 1904 fær geðlæknirinn Carl Jung hina ungu Sabinu Spielrein til meðferðar, en hún þjáist af alvarlegri geðveiki. Eftir langa meðferð, sem framkvæmd er með aðstoð frá sjálfum Sigmund Freud, sýnir stúlkan batamerki og nær að stunda læknanám sitt af kappi. Meðan á því stendur á hún í kynferðissambandi við Jung, sem sjálfur er ráðsettur fjölskyldufaðir. Kanadíski leikstjórinn David Cronenberg hefur í seinni tíð færst nær „venjulegri" kvikmyndagerð, en á fyrri hluta ferils síns sendi hann frá sér margar stórskrýtnar en virkilega áhugaverðar myndir. Óvenjuleg kynhegðun hefur margsinnis verið umfjöllunarefni hans og má því ætla að hann hafi fyrir löngu hlaupið af sér perrahornin. Af þeim sökum staldrar hann stutt við í sjálfum kynlífsatriðunum og gefur þess í stað samtölunum stærra hlutverk. Leikhópurinn er ágætur. Viggo Mortensen er þrælfínn sem Freud, Keira Knightley kemur á óvart í erfiðu hlutverki og dansar skemmtilega á gráa svæðinu milli leiks og ofleiks, en Fassbender, sem mestur þungi hvílir á, er því miður veiki hlekkurinn. Hann er ekki ósannfærandi en á köflum er eitthvað pínulítið rembingslegt við taktana í honum. A Dangerous Method er forvitnileg en frásagnargleðinni er ábótavant. Cronenberg var frábær leikstjóri og hefði hann gert myndina fyrir 15 árum hefði hún verið mun groddalegri, en um leið hefði hún líklega verið meira spennandi og listrænt ögrandi. Að þessu sinni vantar einhvern herslumun. Niðurstaða: Sæmileg mynd frá leikstjóra sem hefur þó oft gert betur. Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira
Bíó. A Dangerous Method. Leikstjórn: David Cronenberg. Leikarar: Michael Fassbender, Viggo Mortensen, Keira Knightley, Vincent Cassel, Sarah Gadon. Árið 1904 fær geðlæknirinn Carl Jung hina ungu Sabinu Spielrein til meðferðar, en hún þjáist af alvarlegri geðveiki. Eftir langa meðferð, sem framkvæmd er með aðstoð frá sjálfum Sigmund Freud, sýnir stúlkan batamerki og nær að stunda læknanám sitt af kappi. Meðan á því stendur á hún í kynferðissambandi við Jung, sem sjálfur er ráðsettur fjölskyldufaðir. Kanadíski leikstjórinn David Cronenberg hefur í seinni tíð færst nær „venjulegri" kvikmyndagerð, en á fyrri hluta ferils síns sendi hann frá sér margar stórskrýtnar en virkilega áhugaverðar myndir. Óvenjuleg kynhegðun hefur margsinnis verið umfjöllunarefni hans og má því ætla að hann hafi fyrir löngu hlaupið af sér perrahornin. Af þeim sökum staldrar hann stutt við í sjálfum kynlífsatriðunum og gefur þess í stað samtölunum stærra hlutverk. Leikhópurinn er ágætur. Viggo Mortensen er þrælfínn sem Freud, Keira Knightley kemur á óvart í erfiðu hlutverki og dansar skemmtilega á gráa svæðinu milli leiks og ofleiks, en Fassbender, sem mestur þungi hvílir á, er því miður veiki hlekkurinn. Hann er ekki ósannfærandi en á köflum er eitthvað pínulítið rembingslegt við taktana í honum. A Dangerous Method er forvitnileg en frásagnargleðinni er ábótavant. Cronenberg var frábær leikstjóri og hefði hann gert myndina fyrir 15 árum hefði hún verið mun groddalegri, en um leið hefði hún líklega verið meira spennandi og listrænt ögrandi. Að þessu sinni vantar einhvern herslumun. Niðurstaða: Sæmileg mynd frá leikstjóra sem hefur þó oft gert betur.
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira