Íbúð er ekki íbúð og bíll er ekki bíll 13. febrúar 2012 17:00 Síðasti listamaðurinn til að sýna í Galleríi 002 var Valgerður Freeland Sigurðardóttir, en hér má sjá Birgi umkringdan verkum hennar á heimili sínu. Fréttablaðið/GVA Gallerí 002, sem rekið er í íbúðarblokk í Hafnarfirði, er bókað vel fram á árið 2013. Galleríið er hugarsmíð og heimili myndlistarmannsins Birgis Sigurðssonar. Þegar Birgir Sigurðsson missti vinnuna árið 2010 leit hann svo á að það væru skilaboð til hans um að láta gamlan draum rætast og helga líf sitt myndlistinni. „Ég gekk með þá hugmynd í maganum að breyta íbúðinni minni í gallerí og ég ákvað að kýla á hana. Sumum finnst að íbúð eigi bara að vera íbúð og bíll eigi bara að vera bíll, en mér finnst það ekki. Íbúð getur verið listasafn, þess vegna." Um 30 myndlistarmenn hafa sýnt í Gallerí 002, en þar á meðal eru Hekla Dögg Jónsdóttir, Ragnar Kjartansson, Snorri Ásmundsson, Þorvaldur Þorsteinsson, Hulda Vilhjálmsdóttir og Ingvar Högni Ragnarsson. Sýningar standa alla jafna yfir eina helgi og þá tæmir Birgir íbúðina sína og flytur út, svo myndlistarmennirnir geti athafnað sig að vild. Eftir helgina flytur hann svo aftur inn, oft í breytt umhverfi, þar sem leifar af listsköpun helgarinnar fá að standa eftir. Fram undan er svo að taka hugmyndina skrefi lengra, en til stendur að breyta innréttingum í húsinu í listaverk. „Það skemmtilegasta við þetta er að ég var orðinn ofsalega leiður á sumum hlutum í íbúðinni. En eftir að 002 varð til hefur framkvæmdagleðin í þessari yndislegu íbúð aukist um 3.000 prósent," segir Birgir. Í dag vinnur hann hlutastarf sem rafvirki á veturna og tekur svo vinnutarnir yfir sumartímann, til að fjármagna rekstur næsta vetrar. Hann hefur ekki hefðbundnar tekjur af galleríinu, enn sem komið er. „Nei, ekki enn þá, en það mun gerast. En nú fæ ég ómældar gleðitekjur út úr þessu, sem skiptir mestu máli."Nágrannar Birgis Sigurðssonar myndlistarmanns studdu við bakið á honum þegar hann ákvað að opna gallerí á heimili sínu að Þúfubarði 17 í Hafnarfirði.Fréttablaðið/VilhelmÍ sinni eigin myndlist sérhæfir Birgir sig í ljósskúlptúrum og hvers kyns gjörningum. Hann segist hafa sérstaklega gaman af því að ögra hugmyndum fólks í myndlist sinni. Meðal þess sem hann hefur fengist við er að túlka hreyfingar iðnaðarmanna með dansi og breyta bílnum sínum í ljósverk, svo einungis tvennt af fjölmörgu sé nefnt. Meðal þess sem hann vinnur að í dag er að nota heildsölulista Ískrafts, síns gamla vinnuveitenda, sem innblástur við að skapa tónverk í miðaldastíl. Þá vinnur hann jafnframt að bók um Gallerí 002, í samstarfi við Ingvar Högna, myndlistarmann kenndan við Útúrdúr. Gallerí 002 er uppbókað út þetta ár og skipulagning fyrir árið 2013 er langt á veg komin. Birgir er ekki spar á stóru orðin þegar hann lýsir því hversu ánægður hann er með galleríið sitt. „Þetta er það langskemmtilegasta sem ég hef nokkurn tímann gert og ögrar mér á allan hátt." holmfridur@frettabladid.is Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira
Gallerí 002, sem rekið er í íbúðarblokk í Hafnarfirði, er bókað vel fram á árið 2013. Galleríið er hugarsmíð og heimili myndlistarmannsins Birgis Sigurðssonar. Þegar Birgir Sigurðsson missti vinnuna árið 2010 leit hann svo á að það væru skilaboð til hans um að láta gamlan draum rætast og helga líf sitt myndlistinni. „Ég gekk með þá hugmynd í maganum að breyta íbúðinni minni í gallerí og ég ákvað að kýla á hana. Sumum finnst að íbúð eigi bara að vera íbúð og bíll eigi bara að vera bíll, en mér finnst það ekki. Íbúð getur verið listasafn, þess vegna." Um 30 myndlistarmenn hafa sýnt í Gallerí 002, en þar á meðal eru Hekla Dögg Jónsdóttir, Ragnar Kjartansson, Snorri Ásmundsson, Þorvaldur Þorsteinsson, Hulda Vilhjálmsdóttir og Ingvar Högni Ragnarsson. Sýningar standa alla jafna yfir eina helgi og þá tæmir Birgir íbúðina sína og flytur út, svo myndlistarmennirnir geti athafnað sig að vild. Eftir helgina flytur hann svo aftur inn, oft í breytt umhverfi, þar sem leifar af listsköpun helgarinnar fá að standa eftir. Fram undan er svo að taka hugmyndina skrefi lengra, en til stendur að breyta innréttingum í húsinu í listaverk. „Það skemmtilegasta við þetta er að ég var orðinn ofsalega leiður á sumum hlutum í íbúðinni. En eftir að 002 varð til hefur framkvæmdagleðin í þessari yndislegu íbúð aukist um 3.000 prósent," segir Birgir. Í dag vinnur hann hlutastarf sem rafvirki á veturna og tekur svo vinnutarnir yfir sumartímann, til að fjármagna rekstur næsta vetrar. Hann hefur ekki hefðbundnar tekjur af galleríinu, enn sem komið er. „Nei, ekki enn þá, en það mun gerast. En nú fæ ég ómældar gleðitekjur út úr þessu, sem skiptir mestu máli."Nágrannar Birgis Sigurðssonar myndlistarmanns studdu við bakið á honum þegar hann ákvað að opna gallerí á heimili sínu að Þúfubarði 17 í Hafnarfirði.Fréttablaðið/VilhelmÍ sinni eigin myndlist sérhæfir Birgir sig í ljósskúlptúrum og hvers kyns gjörningum. Hann segist hafa sérstaklega gaman af því að ögra hugmyndum fólks í myndlist sinni. Meðal þess sem hann hefur fengist við er að túlka hreyfingar iðnaðarmanna með dansi og breyta bílnum sínum í ljósverk, svo einungis tvennt af fjölmörgu sé nefnt. Meðal þess sem hann vinnur að í dag er að nota heildsölulista Ískrafts, síns gamla vinnuveitenda, sem innblástur við að skapa tónverk í miðaldastíl. Þá vinnur hann jafnframt að bók um Gallerí 002, í samstarfi við Ingvar Högna, myndlistarmann kenndan við Útúrdúr. Gallerí 002 er uppbókað út þetta ár og skipulagning fyrir árið 2013 er langt á veg komin. Birgir er ekki spar á stóru orðin þegar hann lýsir því hversu ánægður hann er með galleríið sitt. „Þetta er það langskemmtilegasta sem ég hef nokkurn tímann gert og ögrar mér á allan hátt." holmfridur@frettabladid.is
Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira