Íbúð er ekki íbúð og bíll er ekki bíll 13. febrúar 2012 17:00 Síðasti listamaðurinn til að sýna í Galleríi 002 var Valgerður Freeland Sigurðardóttir, en hér má sjá Birgi umkringdan verkum hennar á heimili sínu. Fréttablaðið/GVA Gallerí 002, sem rekið er í íbúðarblokk í Hafnarfirði, er bókað vel fram á árið 2013. Galleríið er hugarsmíð og heimili myndlistarmannsins Birgis Sigurðssonar. Þegar Birgir Sigurðsson missti vinnuna árið 2010 leit hann svo á að það væru skilaboð til hans um að láta gamlan draum rætast og helga líf sitt myndlistinni. „Ég gekk með þá hugmynd í maganum að breyta íbúðinni minni í gallerí og ég ákvað að kýla á hana. Sumum finnst að íbúð eigi bara að vera íbúð og bíll eigi bara að vera bíll, en mér finnst það ekki. Íbúð getur verið listasafn, þess vegna." Um 30 myndlistarmenn hafa sýnt í Gallerí 002, en þar á meðal eru Hekla Dögg Jónsdóttir, Ragnar Kjartansson, Snorri Ásmundsson, Þorvaldur Þorsteinsson, Hulda Vilhjálmsdóttir og Ingvar Högni Ragnarsson. Sýningar standa alla jafna yfir eina helgi og þá tæmir Birgir íbúðina sína og flytur út, svo myndlistarmennirnir geti athafnað sig að vild. Eftir helgina flytur hann svo aftur inn, oft í breytt umhverfi, þar sem leifar af listsköpun helgarinnar fá að standa eftir. Fram undan er svo að taka hugmyndina skrefi lengra, en til stendur að breyta innréttingum í húsinu í listaverk. „Það skemmtilegasta við þetta er að ég var orðinn ofsalega leiður á sumum hlutum í íbúðinni. En eftir að 002 varð til hefur framkvæmdagleðin í þessari yndislegu íbúð aukist um 3.000 prósent," segir Birgir. Í dag vinnur hann hlutastarf sem rafvirki á veturna og tekur svo vinnutarnir yfir sumartímann, til að fjármagna rekstur næsta vetrar. Hann hefur ekki hefðbundnar tekjur af galleríinu, enn sem komið er. „Nei, ekki enn þá, en það mun gerast. En nú fæ ég ómældar gleðitekjur út úr þessu, sem skiptir mestu máli."Nágrannar Birgis Sigurðssonar myndlistarmanns studdu við bakið á honum þegar hann ákvað að opna gallerí á heimili sínu að Þúfubarði 17 í Hafnarfirði.Fréttablaðið/VilhelmÍ sinni eigin myndlist sérhæfir Birgir sig í ljósskúlptúrum og hvers kyns gjörningum. Hann segist hafa sérstaklega gaman af því að ögra hugmyndum fólks í myndlist sinni. Meðal þess sem hann hefur fengist við er að túlka hreyfingar iðnaðarmanna með dansi og breyta bílnum sínum í ljósverk, svo einungis tvennt af fjölmörgu sé nefnt. Meðal þess sem hann vinnur að í dag er að nota heildsölulista Ískrafts, síns gamla vinnuveitenda, sem innblástur við að skapa tónverk í miðaldastíl. Þá vinnur hann jafnframt að bók um Gallerí 002, í samstarfi við Ingvar Högna, myndlistarmann kenndan við Útúrdúr. Gallerí 002 er uppbókað út þetta ár og skipulagning fyrir árið 2013 er langt á veg komin. Birgir er ekki spar á stóru orðin þegar hann lýsir því hversu ánægður hann er með galleríið sitt. „Þetta er það langskemmtilegasta sem ég hef nokkurn tímann gert og ögrar mér á allan hátt." holmfridur@frettabladid.is Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira
Gallerí 002, sem rekið er í íbúðarblokk í Hafnarfirði, er bókað vel fram á árið 2013. Galleríið er hugarsmíð og heimili myndlistarmannsins Birgis Sigurðssonar. Þegar Birgir Sigurðsson missti vinnuna árið 2010 leit hann svo á að það væru skilaboð til hans um að láta gamlan draum rætast og helga líf sitt myndlistinni. „Ég gekk með þá hugmynd í maganum að breyta íbúðinni minni í gallerí og ég ákvað að kýla á hana. Sumum finnst að íbúð eigi bara að vera íbúð og bíll eigi bara að vera bíll, en mér finnst það ekki. Íbúð getur verið listasafn, þess vegna." Um 30 myndlistarmenn hafa sýnt í Gallerí 002, en þar á meðal eru Hekla Dögg Jónsdóttir, Ragnar Kjartansson, Snorri Ásmundsson, Þorvaldur Þorsteinsson, Hulda Vilhjálmsdóttir og Ingvar Högni Ragnarsson. Sýningar standa alla jafna yfir eina helgi og þá tæmir Birgir íbúðina sína og flytur út, svo myndlistarmennirnir geti athafnað sig að vild. Eftir helgina flytur hann svo aftur inn, oft í breytt umhverfi, þar sem leifar af listsköpun helgarinnar fá að standa eftir. Fram undan er svo að taka hugmyndina skrefi lengra, en til stendur að breyta innréttingum í húsinu í listaverk. „Það skemmtilegasta við þetta er að ég var orðinn ofsalega leiður á sumum hlutum í íbúðinni. En eftir að 002 varð til hefur framkvæmdagleðin í þessari yndislegu íbúð aukist um 3.000 prósent," segir Birgir. Í dag vinnur hann hlutastarf sem rafvirki á veturna og tekur svo vinnutarnir yfir sumartímann, til að fjármagna rekstur næsta vetrar. Hann hefur ekki hefðbundnar tekjur af galleríinu, enn sem komið er. „Nei, ekki enn þá, en það mun gerast. En nú fæ ég ómældar gleðitekjur út úr þessu, sem skiptir mestu máli."Nágrannar Birgis Sigurðssonar myndlistarmanns studdu við bakið á honum þegar hann ákvað að opna gallerí á heimili sínu að Þúfubarði 17 í Hafnarfirði.Fréttablaðið/VilhelmÍ sinni eigin myndlist sérhæfir Birgir sig í ljósskúlptúrum og hvers kyns gjörningum. Hann segist hafa sérstaklega gaman af því að ögra hugmyndum fólks í myndlist sinni. Meðal þess sem hann hefur fengist við er að túlka hreyfingar iðnaðarmanna með dansi og breyta bílnum sínum í ljósverk, svo einungis tvennt af fjölmörgu sé nefnt. Meðal þess sem hann vinnur að í dag er að nota heildsölulista Ískrafts, síns gamla vinnuveitenda, sem innblástur við að skapa tónverk í miðaldastíl. Þá vinnur hann jafnframt að bók um Gallerí 002, í samstarfi við Ingvar Högna, myndlistarmann kenndan við Útúrdúr. Gallerí 002 er uppbókað út þetta ár og skipulagning fyrir árið 2013 er langt á veg komin. Birgir er ekki spar á stóru orðin þegar hann lýsir því hversu ánægður hann er með galleríið sitt. „Þetta er það langskemmtilegasta sem ég hef nokkurn tímann gert og ögrar mér á allan hátt." holmfridur@frettabladid.is
Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira