Íbúð er ekki íbúð og bíll er ekki bíll 13. febrúar 2012 17:00 Síðasti listamaðurinn til að sýna í Galleríi 002 var Valgerður Freeland Sigurðardóttir, en hér má sjá Birgi umkringdan verkum hennar á heimili sínu. Fréttablaðið/GVA Gallerí 002, sem rekið er í íbúðarblokk í Hafnarfirði, er bókað vel fram á árið 2013. Galleríið er hugarsmíð og heimili myndlistarmannsins Birgis Sigurðssonar. Þegar Birgir Sigurðsson missti vinnuna árið 2010 leit hann svo á að það væru skilaboð til hans um að láta gamlan draum rætast og helga líf sitt myndlistinni. „Ég gekk með þá hugmynd í maganum að breyta íbúðinni minni í gallerí og ég ákvað að kýla á hana. Sumum finnst að íbúð eigi bara að vera íbúð og bíll eigi bara að vera bíll, en mér finnst það ekki. Íbúð getur verið listasafn, þess vegna." Um 30 myndlistarmenn hafa sýnt í Gallerí 002, en þar á meðal eru Hekla Dögg Jónsdóttir, Ragnar Kjartansson, Snorri Ásmundsson, Þorvaldur Þorsteinsson, Hulda Vilhjálmsdóttir og Ingvar Högni Ragnarsson. Sýningar standa alla jafna yfir eina helgi og þá tæmir Birgir íbúðina sína og flytur út, svo myndlistarmennirnir geti athafnað sig að vild. Eftir helgina flytur hann svo aftur inn, oft í breytt umhverfi, þar sem leifar af listsköpun helgarinnar fá að standa eftir. Fram undan er svo að taka hugmyndina skrefi lengra, en til stendur að breyta innréttingum í húsinu í listaverk. „Það skemmtilegasta við þetta er að ég var orðinn ofsalega leiður á sumum hlutum í íbúðinni. En eftir að 002 varð til hefur framkvæmdagleðin í þessari yndislegu íbúð aukist um 3.000 prósent," segir Birgir. Í dag vinnur hann hlutastarf sem rafvirki á veturna og tekur svo vinnutarnir yfir sumartímann, til að fjármagna rekstur næsta vetrar. Hann hefur ekki hefðbundnar tekjur af galleríinu, enn sem komið er. „Nei, ekki enn þá, en það mun gerast. En nú fæ ég ómældar gleðitekjur út úr þessu, sem skiptir mestu máli."Nágrannar Birgis Sigurðssonar myndlistarmanns studdu við bakið á honum þegar hann ákvað að opna gallerí á heimili sínu að Þúfubarði 17 í Hafnarfirði.Fréttablaðið/VilhelmÍ sinni eigin myndlist sérhæfir Birgir sig í ljósskúlptúrum og hvers kyns gjörningum. Hann segist hafa sérstaklega gaman af því að ögra hugmyndum fólks í myndlist sinni. Meðal þess sem hann hefur fengist við er að túlka hreyfingar iðnaðarmanna með dansi og breyta bílnum sínum í ljósverk, svo einungis tvennt af fjölmörgu sé nefnt. Meðal þess sem hann vinnur að í dag er að nota heildsölulista Ískrafts, síns gamla vinnuveitenda, sem innblástur við að skapa tónverk í miðaldastíl. Þá vinnur hann jafnframt að bók um Gallerí 002, í samstarfi við Ingvar Högna, myndlistarmann kenndan við Útúrdúr. Gallerí 002 er uppbókað út þetta ár og skipulagning fyrir árið 2013 er langt á veg komin. Birgir er ekki spar á stóru orðin þegar hann lýsir því hversu ánægður hann er með galleríið sitt. „Þetta er það langskemmtilegasta sem ég hef nokkurn tímann gert og ögrar mér á allan hátt." holmfridur@frettabladid.is Menning Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fárveik í París Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
Gallerí 002, sem rekið er í íbúðarblokk í Hafnarfirði, er bókað vel fram á árið 2013. Galleríið er hugarsmíð og heimili myndlistarmannsins Birgis Sigurðssonar. Þegar Birgir Sigurðsson missti vinnuna árið 2010 leit hann svo á að það væru skilaboð til hans um að láta gamlan draum rætast og helga líf sitt myndlistinni. „Ég gekk með þá hugmynd í maganum að breyta íbúðinni minni í gallerí og ég ákvað að kýla á hana. Sumum finnst að íbúð eigi bara að vera íbúð og bíll eigi bara að vera bíll, en mér finnst það ekki. Íbúð getur verið listasafn, þess vegna." Um 30 myndlistarmenn hafa sýnt í Gallerí 002, en þar á meðal eru Hekla Dögg Jónsdóttir, Ragnar Kjartansson, Snorri Ásmundsson, Þorvaldur Þorsteinsson, Hulda Vilhjálmsdóttir og Ingvar Högni Ragnarsson. Sýningar standa alla jafna yfir eina helgi og þá tæmir Birgir íbúðina sína og flytur út, svo myndlistarmennirnir geti athafnað sig að vild. Eftir helgina flytur hann svo aftur inn, oft í breytt umhverfi, þar sem leifar af listsköpun helgarinnar fá að standa eftir. Fram undan er svo að taka hugmyndina skrefi lengra, en til stendur að breyta innréttingum í húsinu í listaverk. „Það skemmtilegasta við þetta er að ég var orðinn ofsalega leiður á sumum hlutum í íbúðinni. En eftir að 002 varð til hefur framkvæmdagleðin í þessari yndislegu íbúð aukist um 3.000 prósent," segir Birgir. Í dag vinnur hann hlutastarf sem rafvirki á veturna og tekur svo vinnutarnir yfir sumartímann, til að fjármagna rekstur næsta vetrar. Hann hefur ekki hefðbundnar tekjur af galleríinu, enn sem komið er. „Nei, ekki enn þá, en það mun gerast. En nú fæ ég ómældar gleðitekjur út úr þessu, sem skiptir mestu máli."Nágrannar Birgis Sigurðssonar myndlistarmanns studdu við bakið á honum þegar hann ákvað að opna gallerí á heimili sínu að Þúfubarði 17 í Hafnarfirði.Fréttablaðið/VilhelmÍ sinni eigin myndlist sérhæfir Birgir sig í ljósskúlptúrum og hvers kyns gjörningum. Hann segist hafa sérstaklega gaman af því að ögra hugmyndum fólks í myndlist sinni. Meðal þess sem hann hefur fengist við er að túlka hreyfingar iðnaðarmanna með dansi og breyta bílnum sínum í ljósverk, svo einungis tvennt af fjölmörgu sé nefnt. Meðal þess sem hann vinnur að í dag er að nota heildsölulista Ískrafts, síns gamla vinnuveitenda, sem innblástur við að skapa tónverk í miðaldastíl. Þá vinnur hann jafnframt að bók um Gallerí 002, í samstarfi við Ingvar Högna, myndlistarmann kenndan við Útúrdúr. Gallerí 002 er uppbókað út þetta ár og skipulagning fyrir árið 2013 er langt á veg komin. Birgir er ekki spar á stóru orðin þegar hann lýsir því hversu ánægður hann er með galleríið sitt. „Þetta er það langskemmtilegasta sem ég hef nokkurn tímann gert og ögrar mér á allan hátt." holmfridur@frettabladid.is
Menning Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fárveik í París Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira