Lífið

Þakkaði læknum fyrir röddina

myndir/cover media
Það var breska söngkonan Adele sem kom sá og sigraði á Grammy verðlaunahátíðinni í gærkvöldi. Eins og sjá má á myndunum var hún glæsileg klædd í svartan kjól.

Adele var útnefnd í sex flokkum og vann þá alla en hún fékk m.a. verðlaun fyrir bestu plötu ársins og besta lag ársins.

Ég þarf að fá að þakka læknunum sem gáfu mér röddina á ný, sagði Adele sem veiktist í nóvember í fyrra og þurfti að aflýsa öllum tónleikum það sem eftir lifði árs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.