Lífið

Wayne Rooney og fleiri stjörnur slegnar yfir andláti dívunnar

Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar
Rooney er sleginn yfir andláti dívunnar.
Rooney er sleginn yfir andláti dívunnar.
Fréttasíður og samskiptavefir loguðu eftir að fréttir bárust um andlát Whitney Houston í nótt. Stjörnur á borð við Mariuh Carey og Rihönnu voru slegnar af fréttunum og vottuðu fjölskyldu Whitney samúð sína á Twitter.

Fréttir um andlát Whitney fóru að berast upp úr klukkan eitt að íslenskum tíma. Sjónvarpsmaðurinn Ryan Seacrest var staddur á æfingu fyrir Grammy verðlaunin og skrifaði jafnóðum á Twitter síðu sína að allir viðstaddir væru orðlausir vegna fregnanna.

Í kjölfarið bárust kveðjur frá mörgum helstu stjörnum heims. Söngkonan Mariah Carey sagðist vera í tárum vegna fréttana af andlátri góðrar vinkonu og sendi kveðju til fjölskyldu Whitney í færslu á Twitter en Mariah söng dúettinn When you Believe með Whitney fyrir bíómyndina Prince of Egypt árið 1998.

Fleiri stjönur á borð við Katy Perry, Justin Bieber, Rihönnu, Simon Cowell og jafnvel Wayne Rooney vottuðu samúð sína á Twitter í nótt og var öllum verulega brugðið vegna fregnanna. Þá voru flestir sammála um að ein magnaðasta söngrödd sögunnar hefði nú hljóðnað langt um aldur fram. Margir vitnuðu í lög með Whitney til dæmis hið ódauðlega I will always love you.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.