Lífið

Connelly mætt á svæðið

Ben Stiller yfirgaf landið seinni partinn í gær en hann er væntanlegur aftur á næstunni. Stiller og félagar héldu partí þar sem veitingastaðurinn La Primavera var áður til húsa á miðvikudagskvöld. Fjölmörgum föngulegum stúlkum var boðið og gleðin stóð yfir langt fram á nótt. En það er skammt stórra högga á milli á Íslandi og Hollywood-stjarnan Jennifer Connelly kom til landsins í gærkvöldi. Hún leikur konu Nóa í mynd Darrens Aronofsky um athafnasama smiðinn, sem leikinn er af Russell Crowe. Tökur hefjast innan skamms rétt eins og á mynd Ben Stillers, The Secret Life of Walter Mitty.

Lífið

Klippa allan daginn fyrir hjartað

"Pabbi minn fékk hjartaáfall fyrir tveimur vikum síðan. Ég ætlaði að halda klippi-maraþonið upp á gamanið en ákvað að snúa þessu yfir í góðgerðarmál,“ segir Emil Ólafsson, annar eigandi hársnyrtistofunnar Sjoppunnar sem stendur fyrir klippingum gegn frjálsum framlögum og sumargleði í Hjartagarðinum til styrktar Hjartaheill í dag.

Lífið

Bíður svars frá konunni með schaefer-hundinn

"Það sendi mér kona skilaboð á Facebook í gær og sagðist vera vinkona þeirrar sem ég væri að leita að. Hún sendi mér upplýsingar um hana og ég er búin að senda henni póst,“ segir Oddbjørn Skjerdal, sem leitar íslenskrar draumadísar sem hann hefur rekist á tvívegis í heimsóknum sínum hingað til lands.

Lífið

Sólóplata og opinberun

Frank Ocean sendi frá sér plötuna Channel Orange þann 10. júlí. Platan þykir stórvirki innan R‘n‘B-tónlistarstefnunnar.

Lífið

Siggi Hlö þeytir skífum á Sardiníu

„Maður er bara heimsfrægur, það er bara svoleiðis,“ segir plötusnúðurinn Siggi Hlö sem er staddur á Sardiníu á Ítalíu þar sem hann þeytir skífum í brúðkaupi næstkomandi laugardag.

Lífið

Hálfíslenskur John Grant fær þakkir fyrir að vera til

„Þetta er búið að vera mjög gaman, allavega upp á síðkastið,” segir hinn hálfíslenski John Harmon Grant um þá upplifun sína að bera sama nafn og þekkti tónlistarmaðurinn John Grant, sem hefur verið búsettur hér undanfarna mánuði og er mörgum kunnugur.

Lífið

Gefur sjálfur 100 þúsund

„Ég setti mér það markmið að reyna að safna hálfri milljón og ef það tekst ætla ég sjálfur að gefa 100.000 krónur í viðbót,“ segir Björn Bragi Arnarsson, sem hleypur til styrktar Krabbameinsfélaginu í Reykjavíkurmaraþoninu 18. ágúst.

Lífið

Vinnur með stórlaxi í bandarísku sjónvarpi

„Það er rosalega skemmtilegt að taka þátt í þessu, þetta er eins og að fara í sumarbúðir í vinnunni sinni,“ segir Björn , sem leikur í fyrsta þættinum í nýrri amerískri þáttaröð, Transporters.

Lífið

Flea á Íslandi

Vart er þverfótað fyrir erlendum stórstjörnum á landinu um þessar mundir. Fjölmiðlar hafa greint frá ferðum Bens Stiller og Russells Crowe, en þeir fara með aðalhlutverkin hvor í sinni stórmyndinni, sem verða teknar upp að hluta hér á landi á næstunni. Í gær birti svo enginn annar en Flea, bassaleikari hljómsveitarinnar Red Hot Chili Peppers, mynd af sér á Íslandi á vefsíðunni Twitter. Skilaboðin sem fylgdu myndinni voru stutt en hnitmiðuð: „Ó Ísland".

Lífið

Stolið rúntar með rokkgoði

„Við vorum með hetjuna fram í allan tímann sem var ansi hressandi,“ segir Kristinn Jón Arnarsson, bassaleikari hljómsveitarinnar Stolið, um myndband við splunkunýtt lag sem nefnist Dagurinn.

Lífið

Lopez hyggst leika meira

Söng- og leikkonan Jennifer Lopez hætti sem kunnugt er sem dómari í raunveruleikaþættinum American Idol í síðustu viku. Hún segist í nýlegu viðtali ætla að halda áfram að einbeita sér að tónlistinni, ásamt því að koma sér aftur í kvikmyndir.

Lífið

Leggja undir sig Eyrarbakka

„Myndin verður tekin upp 99% á Íslandi og þá aðallega á Eyrarbakka, en þó aðeins í Reykjavík líka,“ segir Anna G. Magnúsdóttir, framleiðandi sænsku myndarinnar Hemma.

Lífið

Heppnastur í heimi

Söngvarinn Elton John játaði að hafa á sínum yngri árum stundað kynlíf í gríð og erg án þess að nota verjur. Þetta var í viðtali við Matt Lauer sem sýnt verður á NBC-sjónvarsstöðinni í dag og á morgun.

Lífið

Hannar eigin fatalínu

Rihanna er ekki við eina fjölina felld; hún lék í sinni fyrstu kvikmynd á árinu og nú hyggst hún hanna fatalínu fyrir tískumerkið River Island. „Mig hefur lengi langað að hanna mína eigin fatalínu. River Island er hinn fullkomni samstarfsaðili og mér þótti eftirsóknarvert að vinna með bresku, fjölskyldureknu fyrirtæki,“ sagði Rihanna í tilkynningu um málið. „London veitir mér innblástur og River Island hannar skemmtilegan fatnað. Ég hlakka til að vinna með þeim og skapa eitt og annað alveg sérstakt.“ Áætlað er að fatalína Rihönnu komi í verslanir vorið 2013.

Tíska og hönnun

LungA alþjóðlegri og fjölmennari í ár

Listahátíð ungs fólks á Austurlandi, LungA, er nú haldin í þrettánda sinn á Seyðisfirði. Vikulöng gleðin hófst með opnunartónleikum síðastliðið sunnudagskvöld og að sögn Berglindar Sunnu Stefánsdóttur, tónlistarstjóra LungA, er hátíðin í ár fjölmennari og alþjóðlegri en áður.

Lífið

Uma eignaðist dóttur

Leikkonan Uma Thurman eignaðist dóttur með unnusta sínum, viðskiptamanninum Arpad Busson. Stúlkan fæddist á mánudag og heilsast móður og barni vel að sögn talsmanns Thurman.

Lífið

Goðsögn spilar teknó fyrir útvalda

"Fáum hefur tekist jafn vel að teknó-væða mannfólkið eins og Dave Clarke,“ segir Arnviður Snorrason betur þekktur sem Addi Exos. Hann er meðal skipuleggjenda framkomu eins frægasta teknó-plötusnúð heims á Þýska barnum næsta laugardagskvöld.

Tónlist

Óskar eftir sögum venjulegs fólks

Lene Stæhr, dönsk heimildarmyndagerðakona, vinnur að þríleik í samstarfi við danska ríkissjónvarpið sem fjallar um líf fólks í Færeyjum, á Grænlandi og á Íslandi. Stæhr leitar nú að söguefni hér á Íslandi og henni þykir ekkert viðfangsefni of stórt eða lítið.

Lífið

Fæðing á Skype á stærstu forritunarkeppni heims

"Guð sé lof fyrir Skype," segir Guðmundur Valur Viðarsson sem upplifði fæðingu frumburðarins síns í gegnum Skype staddur í Ástralíu á stærstu forritunarkeppni heims á dögunum. Guðmundur og hópur hans, Radiant Games, lenti í 4. til 5. sæti í keppninni Imagine Cup sem er skólakeppni á vegum Microsoft og fór fram í Sidney í Ástralíu. Íslenski hópurinn komst í tíu liða úrslit af 506 umsækjendum í flokknum leikjahönnun fyrir Windows og Xbox en keppt var í sjö flokkum og mörg þúsund lið skráð til leiks.

Lífið

Á fremsta bekk í París

Þrátt fyrir að nokkrir mánuðir séu enn þá í að aðaltískuvikan fari fram í París er tískuheimurinn langt frá því að vera kominn í sumarfrí. Haute-Couture, eða hátískan, renndi sér nýlega niður tískupallana í höfuðborg tískunnar og mátti sjá nokkur þekkt andlit smekklega klædd á fremsta bekk. Mesta athygli vakti fyrsta fatalína hönnuðarins Raf Simmons fyrir tískuhúsið Christian Dior og voru flestir á því að það lofaði góðu fyrir framtíð hans hjá tískuhúsinu.

Lífið

Hollywood-fárið heldur áfram á landinu

Stórleikarinn Russell Crowe er væntanlegur hingað til lands í næstu viku í tengslum við tökur á stórmyndinni um Örkina hans Nóa. Til stóð að leigja sumarbústað í Grímsnesi fyrir eiginkonu Crowe, en fallið var frá því vegna nálægðar við nærliggjandi bústaði. Fjárfesting vegna kvikmyndagerðar hleypur á milljörðum króna.

Lífið

Jason Kidd ók á tré undir áhrifum áfengis

Körfuboltamaðurinn Jason Kidd var í morgun kærður fyrir að hafa ekið undir áhrifum áfengis í morgun. Ekki vildi betur til en svo að hann ók bíl sínum á símaklefa í New York, að því er tímaritið People hefur eftir New York Daily News. Kidd gerði þriggja ára samning við New York Knicks á dögunum sem mun færa honum 9,5 milljónir bandaríkjadala, eða ríflega 1,2 milljarða íslenskra króna. Kidd hefur leikið í NBA deildinni í 18 ár.

Lífið

Þaggað niður í McCartney

Þaggað var niður í rokkstjörnunum Bruce Springsteen og Paul McCarney þegar þeir spiluðu of lengi í gær í Hyde Park, sem er einn stærsti almenningsgarður Lundúna.

Lífið

Elton John langar í annað barn

Stórsöngvarinn sir Elton John vill eignast fleiri börn. Hann viðurkennir þó í samtali við NBC fréttastöðina að það verði vissulega áskorun fyrir son sinn, Zachary að alast upp hjá tveimur samkynhneigðum karlmönnum. Elton John og eiginmaður hans David Furnish eiga soninn Zachary sem fæddist í Ameríku á jóladag árið 2010 með hjálp staðgöngumóður.

Lífið

Þjappaði fjölskyldunni saman

Veitingastaðurinn Slippurinn opnaði við höfnina í Vestmannaeyjum á föstudaginn síðasta. Staðurinn er fjölskyldurekinn og að sögn Indíönu Auðunsdóttur, framkvæmdastjóra Slippsins, hefur reksturinn gert fjölskylduna samheldnari en áður.

Lífið

Fjölskyldan stækkar

Mark Wahlberg og eiginkona hans, fyrirsætan Rhea Durham, eru sögð eiga von á sínu fimmta barni á árinu. "Hún er komin þrjá mánuði á leið og fjölskyldan er himinlifandi,“ hafði tímaritið Star eftir heimildarmanni. Parið kynntist árið 2001 og á fyrir börnin Ellu, Michael, Brendan og Grace. Wahlberg er sjálfur úr hópi níu systkina og þekkir því fátt annað en stórt og líflegt heimili. Fréttirnar hafa þó ekki verið staðfestar af talsmanni leikarans enn sem komið er.

Lífið