Lífið

Noel Gallagher eignast barn

Noel Gallagher, söngvari Oasis, eignaðist annað barn sitt í dag. Unnusta hans, Sara MacDonald, ól í morgun dreng sem þau nefndu Donovan Rory MacDonald Gallagher.

Lífið

Jón Gnarr gaf gleraugun sín til góðgerðarmála

Jón Gnarr gaf gleraugun sín til uppboðs sem þátturinn Frá A til J á Rás 2 stendur fyrir. Jón var gestur þáttarins í gær. Gleraugun sem um ræðir notaði hann í gamanleiknum Ég var einu sinni nörd og í Fóstbræðrum, sem sýndir voru á Stöð 2. Hér er því á ferðinni hið eiginlega vörumerki Jóns til margra ára.

Lífið

Skjár einn: Sjónvarpsstjórinn hættur

“Það var sameiginleg ákvörðun mín og Brynjólfs Bjarnasonar, forstjóra Símans, að þetta væri besta niðurstaðan,” segir Björn Þórir Sigurðsson sem í dag lét af störfum sem sjónvarpsstjóri Símans.

Lífið

Aðdáandi snýst til varnar fyrir Britney

Chris nokkur Crocker verður að teljast til hörðustu aðdáenda Britney Spears. Heimagert myndband þar sem hann hágrætur yfir því hvernig fólk og fjölmiðlar níðast á Britney Spears hefur farið eins og eldur í sinu um netið og hafa nú þegar milljónir manna skoðað það.

Lífið

Jolie segist bara hafa sofið hjá fjórum

Í viðtali við breska tímaritið Cosmopolitan segist Angelina Jolie einungis hafa sofið hjá fjórum mönnum um ævina og þar af hafi hún verið gift tveimur. Eflaust á fólk bágt með að trúa því þar sem hún er talin með kynþokkafyllstu konum heims.

Lífið

Paris nældi í sænskan túrista

Hótelerfinginn Paris Hilton hefur í gegnum tíðina verið bendluð við leikara, rokkstjörnur og aðra mikils metna menn en nú hefur hún nælt í sænska unglingspiltinn Alexander Väggö von Zweigbergk sem þrátt fyrir háfleygt eftirnafn er hvorki ríkur né frægur. Það sem drengurinn mun þó hafa til brunns að bera er guðdómlegt útlit.

Lífið

Stjörnur prýddu góðgerðartískusýningu í London

Í gær fór fram góðgerðartískusýningin Fashion For Relief í London. Sýningin var sú síðasta á tískuvikunni í London og miðaði að því að safna fé til styrktar þeim sem urðu illa úti í flóðunum sem gengu yfir Bretland í sumar.

Lífið

Richards vill ekki að dætur „hennar“ dvelji yfir nótt hjá Sheen

Bandaríska leikkonan Denise Richards hefur óskað eftir því fyrir dómi að dætur hennar og fyrrum eiginmanns hennar Charlie Sheen þurfi ekki að dvelja hjá föður sínum yfir nótt. Richards segir stúlkurnar streitast á móti þegar þær eiga að fara til pabba síns og að þær komi oft heim í miklu uppnámi.

Lífið

Þursaflokkurinn og Caput í Laugardalshöll

Hinn íslenzki Þursaflokkur og Caput hópurinn munu þann 23. febrúar næstkomandi leiða saman hesta sína og halda tónleika í Laugardalshöll, en um þær mundir fagnar Þursaflokkurinn 30 ára afmæli sínu.

Lífið

Söngvari Stereophonics særður eftir slagsmál

Kelly Jones, söngvari velsku hljómsveitarinnar Stereophonics, dvelur nú á sjúkrahúsi eftir að til handalögmála kom á milli hans og öryggisvarðar fyrir utan næturklúbb í London. Jones sem hlaut djúpan skurð á hendi hafði fyrr um kvöldið komið fram á Vodafone Live tónlistarverðlaunin á Earls Court og heimsótti að þeim loknum næturklúbbinn Amika.

Lífið

Snoop Dogg dæmdur fyrir vopnavörslu

Rapparinn Snoop Dogg játaði sig í gær sekan af ákæru um að hafa haft hættuleg vopn undir höndum. Hann var dæmdur í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi og til að gegna 160 klukkustunda samfélagsþjónustu.

Lífið

Birgitta Haukdal sendir frá sér sólóplötu

Sólóplata með Birgittu Haukdal er væntanleg í verslanir í byrjun nóvember. Þetta er í raun fyrsta sólóplata hennar ef frá er talin barnaplatan Perlur sem kom út árið 2004. Vignir Snær Vigfússon, samstarfsfélagi Birgittu í Írafári, stýrir upptökum.

Lífið

Úrslit Rock Star ekki fyrirfram ákveðin

Úrslit raunveruleikaþáttarins Rock Star voru ekki fyrirfram ákveðin að sögn Guðmundar Magna Ásgeirssonar, söngvara. Hann segir rangt eftir honum haft á Vísi fyrr í dag að hann hafi talið hið gagnstæða.

Lífið

Stefán Eiríksson dregur sig í hlé

Stefán Eiríksson lögreglustjóri ætlar að draga sig í hlé frá einu umfangsmesta fíkniefnamáli Íslandssögunnar - til að mæta í Eymundsson í Austurstræti og lesa upp kafla úr eftirlætis glæpasögunni sinni klukkan hálf-fimm í dag. Tilefnið er upphaf „Glæpafaraldurs" í Eymundsson, sem er verkefnið sem er ætlað að fá fólk til að lesa meira. Stefán mun svo að öllum líkindum snúa sér aftur að löggæslustörfum fljótlega að upplestri loknum.

Lífið

Hafdís Huld prýðir forsíðu London tourdates

Hin geðþekka söngkona Hafdís Huld er á forsíðu nýjasta tölublaðs London tourdates með fyrirsögninni: Hafdís Huld Madonna with banjo. Blaðinu er dreift frítt á tónleikastöðum og verslunum í London og í því er að finna upplýsingar um þá tónleika sem eru í boði í borginni hverju sinni.

Lífið

Prince tróð óvænt upp á tískusýningu

Poppgoðsögnin Prince kom gestum á tískusýningu Matthew Williamson, á tískuvikunni í London, á óvart í gær þegar hann hóf upp raust sína og söng lagið U Got the Look. Prince sat í fyrstu á fremsta bekk en tók síðan upp míkrafón og hóf að syngja í sætinu.

Lífið

Lohan hjónadjöfull

Stephanie Allen, eiginkona hins 39 ára Tony Allen úr hljómsveitinni Dead Stays Alive, segir Lindsay Lohan hafa eyðilagt hjónaband þeirra. Þau Tony og Lohan eru sögð hafa stundað kynlíf á salerni meðferðarstofnunar í Utah sem bæði hafa dvalið á um skeið. Stephanie hefur í kjölfarið hent bónda sínum út en þau eiga saman átta mánaða tvíbura.

Lífið

Timberlake opnar sig um Britney

Söngvarinn Justin Timberlake hefur rofið þögnina um fyrrum kærustu sína Britney Spears. Síðan þau hættu saman árið 2002 hefur hann lítið tjáð sig um samband þeirra. Nýlega kom hann fram hjá í spjallþætti Opruh Winfrey og féllst á að svara nokkrum spurningum um Spears sem ekki hefur átt sjö dagana sæla að undanförnu.

Lífið

George Michael segist aldrei ætla taka HIV próf

George Michael sagði í viðtali sem tekið var við hann fyrir heimildamynd sem Stephen Fry hefur gert í samstarfi við BBC2 sjónvarpsstöðina að hann ætli aldrei aftur að gangast undir HIV rannsókn. Fry var ósáttur við þessa afstöðu Michael's og ákvað sjálfur að taka próf fyrir framan myndavélarnar.

Lífið

Amy vann til verðlauna en klúðraði um leið

Amy Winehouse hlaut í gær verðlaun sem besti kvenlistamaður ársins á tveimur tónlistarverðlaunahátíðum sem fram fóru í London. Söngkonan tók sjálf við verðlaununum á Mobo verðlaunahátíðinni (Music of Black Orgin) sem haldin var á O2 leikvanginum. Hún tók einnig tvö lög af nýjustu plötu sinni Back to Black.

Lífið

Alicia er nakin grænmetisæta

Leikkonan knáa Alicia Silverstone hefur látið fyrir sér fara að undanförnu. Hún kann hins vegar að láta á sér bera þegar þörf er á. Hún kom fram nakinn í kynningarmyndbandi fyrir nýja vefsíðu PETA, ein öflugustu dýraverndurnarsamtök heims, og lýsti því yfir að hún væri grænmetisæta.

Lífið

Barsögur á Grand Rokk

Leikhópurinn Peðið mun á næstunni sýna leikritið Barpera á efri hæð öldurhússins Grand Rokk og er frumsýning fyrirhugðu þann 12. október næstkomandi. Sviðsmyndin er bar á efri hæðinni en sögusvið leikritsins er einmitt bar.

Lífið

Jolie treystir ekki Pitt í peningamálum

Angelina Jolie á samkvæmt tímaritinu Grazia að hafa sagt trúnaðarvini sínum frá því að hún treysti ekki Pitt í peningamálum. "Þú veist hvernig hann er með peninga, hann eyðir þeim í fáránlega hluti. Pitt veit að stundum er bara best fyrir hann að þegja og vera sætur. Það verður einhver annar að taka stóru ákvarðanirnar."

Lífið

J Lo ólétt!

Jennifer Lopes hefur ekki farið leynt með að hana langi til að eignast barn. Hún mun hafa reynt að verða ólétt síðastliðin tvö ár. Eftir að hafa farið í vel heppnaða glasafrjóvgun berast nú fregnir af því að hún og eiginmaður hennar, Marc Anthony, eigi von á erfingja og jafnvel erfingjum með vorinu.

Lífið

Iceland Airwaves kynnt á tónleikum í London

Þann 26. september næstkomandi verða haldnir tónleikar í The Luminaire í London þar sem Iceland Airwaves tónlistarhátíðin verður kynnt. Hr. Örlygur og Two Little Dogs ltd. standa fyrir tónleikunum sem eru hluti af tónleikaröð sem Two Little Dogs stendur fyrir á tveggja mánaða fresti undir heitinu Reykjavik Nights in London.

Lífið

Lohan öll að koma til

Tony Allen sem dvaldi um tíma með Lindsay Lohan á Cirque Lodge meðferðarheimilinu í Utah segir að hún sé öll að koma til. Í viðtali við sjónvarpsþáttinn Extra segir hann sterk vináttubönd hafa myndast á milli hans og Lohan í meðferðinni. "Við erum mjög góðir vinir, höfum sameiginleg áhugamál og spjölluðum mikið um lífið og tilveruna.

Lífið

West söluhærri en 50 Cent í Bandaríkjunum

Bandaríski rapparinn Kanye West sem háð hefur einvígi við landa sinn 50 Cent um söluhæstu plötuna hafði betur í Bandaríkunum nú fyrstu söluvikuna. West hafði einnig betur í Bretlandi í síðustu viku. Plata West, Graduation, hefur selst í 957 þúsund eintökum vestanhafs en um 691.000 eintök hafa selst af Curtis plötu 50 Cent.

Lífið

Verzlingar byggja skóla í Úganda

Nemendur Verzlunarskóla Íslands safna fyrir byggingu forskóla í Rackoko héraðinu í Norður - Úganda. Verkefnið er unnið í samvinnu við ABC barnahjálp sem þegar hefur staðið fyrir byggingu nokkurra skóla á nálægum slóðum.

Lífið