Í viðtali við breska tímaritið Cosmopolitan segist Angelina Jolie einungis hafa sofið hjá fjórum mönnum um ævina og þar af hafi hún verið gift tveimur.
Eflaust eiga margir erfitt með að trúa því þar sem hún er talin með kynþokkafyllstu konum heims. Hún hefur auk þess verið bendluð við bæði menn og konur og hefur mótleikkona hennar úr myndinni Foxfire, Jenny Shimizu, við ófá tilefni lýst því yfir að þær stöllur hafi átt í ástarsambandi.
En hver veit nema Jolie gefi sig út fyrir að vera villtari en hún í raun og veru er.