Lífið

George Michael segist aldrei ætla taka HIV próf

MYND/Getty

George Michael sagði í viðtali sem tekið var við hann fyrir heimildamynd sem Stephen Fry hefur gert í samstarfi við BBC2 sjónvarpsstöðina að hann ætli aldrei aftur að taka HIV próf. Fry var ósáttur við þessa afstöðu Michael's og ákvað sjálfur að taka próf fyrir framan myndavélarnar.

Heimildarmyndin, sem ber heitið HIV And Me, hefur ekki verið frumsýnd en Michael hefur óskað eftir því að viðtalið við hann verði klippt út. Talsmaður hans segir að eftir á að hyggja hafi söngvaranum þótt það of persónulegt og hafi hann því beðið um að hans framlag yrði fjarlægt sem framleiðendurnir hafa nú fallist á.

Ross Wilson, framleiðandi myndarinnar, ljóstraði upp innihaldi viðtalsins þegar myndin var kynnt í sumar og sagði Michael viðurkenna að honum finnist hræðilegt tilhugsun að þurfa að bíða eftir niðurstöðum og að hann viðurkenni að hafa ekki tekið próf síðan árið 2004 af ótta við jákvæða niðurstöðu.

Michael hefur oft talað opinskátt um HIV en fyrrum kærasti hans Anselmo Feleppa lést úr Alnæmi árið 1995. Að sögn talsmans söngvarans fannst honum viðtalið ganga of nærri Feleppa og fjölskyldu hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.