Lífið

Tónlistarmenn troða upp í strætó á morgun

MYND/365

Þeir sem ferðast með strætó á morgun mega eiga von á góðri stemmningu en ýmsir tónlistamenn munu troða upp á völdum leiðum í tilefni af Samgönguviku 2007.

Dagskráin er eftirfarandi:

Kira Kira - leið 1 kl. 07:20 frá Firði að HÍ

Mr. Silla - leið 3 kl. 07:21 frá Gerðubergi að MR

Svavar Knútur og Jón Geir - leið 6 kl. 07:20 frá Spönginni að Hlemmi

Ólöf Arnalds - leið 13 kl. 07:38 frá Öldugranda að Verzló

Magga Stína - leið 14 kl. 07:23 frá Lækjartorgi að Grensás

Þá verða ráðgjafar strætó til staðar á Hlemmi og í Mjódd og gefa farþegum færi á að fræðast um leiðakerfi strætó.

Seinna um daginn, eða klukkan 16:30, mun svo hljómsveitin Retro Stefson troða upp á Hlemmi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.